Karlakórinn
Karlakórinn

Aðsent

Lýðræði í beinni
Fimmtudagur 27. október 2022 kl. 10:00

Lýðræði í beinni

Málefni íbúa eru alltaf á dagskrá á bæjarstjórnarfundum í Suðurnesja-bæ og snerta daglegt líf íbúa. Mörg nágrannasveitarfélög okkar hafa streymt fundum sínum á netinu um árabil. Suðurnesjabær er ört stækkandi sveitarfélag sem mun á næstu misserum fara í 4.000 íbúa en í dag búa 3.854 í sveitarfélaginu.

Það er mikilvægt að tryggja framþróun og upplýsingamiðlun til bæjarbúa. Streymum bæjarstjórnarfundum beint, tökum þá upp og færum inn á efnisveitur. Það bæði gerir bæjarbúum kleift að fylgjast með umræðum í rauntíma og einnig skapar það grundvöll fyrir því að hægt sé að fylgjast með umræðum og samþykktum mála eftir á.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Ég tel þetta góða leið til að auka bæði umræðuna um bæjarmál í sveitarfélaginu og áhuga á stjórnmálum sem snerta ákvarðanatökur í okkar nærsamfélagi. Tryggjum bæði ungum sem öldnum aðgang að bæjarstjórn Suðurnesjabæjar.

Anton Guðmundsson, oddviti framsóknar og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ.