Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Lýðræði eða einræði?
  • Lýðræði eða einræði?
Laugardagur 3. maí 2014 kl. 07:21

Lýðræði eða einræði?

– Kristján Jóhannsson skrifar

Hún er makalaus fullyrðing bæjarstjórans  í Reykjanesbæ um að Sjálfstæðisflokkurinn verði að fá hreinan meirihluta í komandi bæjarstjórnarkosningum til að geta klárað hagsmunamál sín.
Hún er væntanlega merki um lýðræðisást þeirra eftir að hafa haft völdin í allan þennan tíma.
Er það svo að til að ná árangri í rekstri fyrirtækja eða sveitarfélaga sé nauðsynlegt að ákvarðanir séu teknar af fáum og síðan kynntar restinni af meirihlutanum og bæjarbúum?
 
Við í Beinni leið viljum meira lýðræði við rekstur bæjarins. Við viljum að farið verði að reka sveitarfélagið eins og fyrirtæki. Það er til að mynda almennt talið frekar slæm stjórnsýsla í fyrirtækjum að skipta stjórn upp í meirihluta eða minnihluta. Það er helst í stjórnum ríkisstofnana þar sem menn eru handvaldir af stjórnmálaflokkum þar sem slík stjórnun ríkir.
 
Almennt er það þannig að stjórnin ræðir málin og kemst að sameiginlegri niðurstöðu kemur síðan fram og talar einu máli.  Slíkur stjórnunarstíll á líka vel heima í bæjarstjórnum.
 
Það er nefnilega svo að langvarandi meirihluti eins stjórnmálaflokks getur alið af sér alræði sem getur leitt til einræðis og þaðan er stutt í harðræðið.
 
Þegar öllu er á botninn hvolft þá er niðurstaða fengin með aðkomu ólíkra sjónarmiða  einnig líklegri til að vera opnari og lýðræðislegri fyrir íbúa. 
 
Í lok þessa kjörtímabils hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið með hreinan meirihluta hér í Reykjanesbæ í 12 ár . Ef bæjarbúar vilja aukið lýðræði og aðkomu fleiri sjónarmiða við rekstur bæjarins þá verða önnur stjórnmálaöfl að fá brautargengi í næstu kosningum. Svo einfalt er það!
 
Aðeins þannig getum við komið í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn ráði einn í 16 ár - sem er nú býsna langur tími.
 
Sé það svo að bæjarstjórinn og hans fólk óttist samstarfið og umræðuna get ég upplýst að við í  Beinni leið erum þess alvön í störfum okkar að ræða okkur til niðurstöðu og óttumst ekki þá vegferð.
 
Það er það veganesti sem við förum með inn í þetta kosningavor.
 
Hafið það gott og njótið lífsins!
 
Kristján Jóhannsson
í framboði hjá Bein leið
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024