Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Lundur með fræðslu
Mánudagur 6. október 2008 kl. 14:33

Lundur með fræðslu

Lundur mun bjóða upp á fræðslu fyrir foreldra haustið 2008 á mánudögum í Lundi (Sjálfsbjargarhúsinu) frá kl. 18:00 – 20:00.

Nú eru fyrirlestrarnir að byrja aftur eftir sumarfrí og því um að gera að mæta, sýna fyrirhyggju að forvörnum og fræðast um þennan vágest áður en að hann ber að dyrum, því þá getur það verið of seint.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einnig minni ég á kynninguna í Lundi á heilsuviku Reykjanesbæjar fimmtudaginn 9.okt frá 17:30 - 20:00. Læknir frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og fleiri góðir gestir munu fræða okkur um þeirra hlið á málunum.

Nýtt: Laugardaginn og sunnudaginn 1. - 2. nóvember verður fyrsta fjölskyldumeðferð hjá Lundi ef næg þátttaka verður.

Nánari uppl.
Erlingur Jónsson
S:772-5463
S:864-5452
www.lundur.net
[email protected]