Lundur hefur starfsemi að nýju
Mánudaginn 12. ágúst hefst hefðbundin dagskrá að nýju hjá Lundi forvarnafélagi eftir sumarfrí
Dagskrá Lundar forvarnarfélags að Suðurgötu 15:
Ráðgjafaviðtöl frá 13:00 til 16.00 og eru pöntuð í síma 421-6700
Eru þetta bæði einkaviðtöl við þann sem á í erfiðleikum með hin ýmsu vímuefni og ekki síður aðstandendur þeirra. Það er að segja, foreldra, systkini, vini og eða aðra tengda sem þetta haft áhrif á.
Stuðningur (Grúppa) frá 16:30 - 17:30 er fyrir þau sem eru búin að vera edrú í 10 daga eða meira, hittast og fara yfir sín mál undir stjórn ráðgjafa.
Foreldrafræðsla frá 18:00 til 20:00 (Fyrirlestur og grúppa). Fyrirlesturinn fer þannig fram að rágjafi fræðir okkur um hin ýmsu málefni varðandi sjúkdóminn, fíknina, meðvirknina og fleira, að því búnu er hópavinna þar sem allir geta fengið að tjá sig og hlusta á aðra.