Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Lubba er týnd
Miðvikudagur 5. september 2012 kl. 10:20

Lubba er týnd

Lubba er 11 ára gömul læða, sem ekki er vön að fara neitt að heiman, sefur inni á nóttunni og því ekki vön að vera á flækingi. Hún hvarf um miðjan dag á sunnudag, þar sem hún var fyrir utan húsið heima hjá henni, að Heiðargarði 11, Keflavík. Hún er svört og hvít og mjög loðin eins og sést á myndinni.

Þótt hún sé ekki vön að fara inn til annarra, er fólk vinsamlegast beðið um að gá inn i skúra hjá sér. Einnig er fólk annars staðar í bænum beðið um að svipastum um eftir henni, ef ske kynni að hún hafi verið flutt til. Ef einhver verður hennar vör, lífs eða liðna, vinsamlegast látið Ástu vita í síma 865-1493 eða 421-2616.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024