Loksins klofnaði 11-0 bandalagið
Þau dapurlegu tíðindi hafa gengið yfir Reykjanesbæ og nágrannabyggðalög, að herinn sé á förum í haust. Í frétt á www.vf.is „Deilt um varnarmál í bæjarráði Reykjanesbæjar,” segir frá miklum átakafundi hjá bæjarráði Reykjanesbæjar 16. mars sl.
Þar gengu bókanir á víxl og hver ásakaði annan um andvaraleysi.
Í bókun minnihlutans segir m.a: „Við hörmum þá stöðu sem upp er komin í málefnum Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og skorum á ríkisstjórn Íslands að grípa nú þegar til þeirra aðgerða sem lágmarki þann skaða sem starfsmenn verða fyrir. Nú er lag fyrir ríkisstjórn Íslands að fjölga atvinnutækifærum á Suðurnesjum. Við höfum ítrekað bent á að þetta gæti verið yfirvofandi en því miður hafa Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Reykjanesbæjar ekki séð neina ástæðu til að bregðast við.”
Í bókun meirihluta segir m.a. „Það er sorglegt að þetta skuli vera framkoma frambjóðenda A-listans þegar ríður á að íbúar Reykjanesbæjar standi saman.”
Þau tíðindi virðast því hafa gerst að loksins hafi klofnað 11-0 bandalagið, einróma samstaða meirihluta og minnihluta í bæjarstjórn sem stjórnað hefur Reykjanesbæ síðustu fjögur árin. Þetta má glögglega sjá þegar farið er yfir fundirgerðir bæjarstjórnar og bæjarráðs í heild sinni á vefslóðinni www.reykjanesbaer.is
En í dag býðst kjósendum nýr valkostur, Reykjanesbæjarlistinn, (Rnb-listinn), sem er í engu skuldbundinn stjórnmálaafli og mun hafa hagsmuni íbúa Reykjanesbæjar að leiðarljósi.
Slagorð framboðsins verða:
R – réttsýni, n – nýsköpun, b – breytingar, og munu móta stefnuskrá og málefnavinnu Rnb-listans.
Baldvin Nielsen
talsmaður Reykjanesbæjarlistans.
Þar gengu bókanir á víxl og hver ásakaði annan um andvaraleysi.
Í bókun minnihlutans segir m.a: „Við hörmum þá stöðu sem upp er komin í málefnum Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og skorum á ríkisstjórn Íslands að grípa nú þegar til þeirra aðgerða sem lágmarki þann skaða sem starfsmenn verða fyrir. Nú er lag fyrir ríkisstjórn Íslands að fjölga atvinnutækifærum á Suðurnesjum. Við höfum ítrekað bent á að þetta gæti verið yfirvofandi en því miður hafa Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Reykjanesbæjar ekki séð neina ástæðu til að bregðast við.”
Í bókun meirihluta segir m.a. „Það er sorglegt að þetta skuli vera framkoma frambjóðenda A-listans þegar ríður á að íbúar Reykjanesbæjar standi saman.”
Þau tíðindi virðast því hafa gerst að loksins hafi klofnað 11-0 bandalagið, einróma samstaða meirihluta og minnihluta í bæjarstjórn sem stjórnað hefur Reykjanesbæ síðustu fjögur árin. Þetta má glögglega sjá þegar farið er yfir fundirgerðir bæjarstjórnar og bæjarráðs í heild sinni á vefslóðinni www.reykjanesbaer.is
En í dag býðst kjósendum nýr valkostur, Reykjanesbæjarlistinn, (Rnb-listinn), sem er í engu skuldbundinn stjórnmálaafli og mun hafa hagsmuni íbúa Reykjanesbæjar að leiðarljósi.
Slagorð framboðsins verða:
R – réttsýni, n – nýsköpun, b – breytingar, og munu móta stefnuskrá og málefnavinnu Rnb-listans.
Baldvin Nielsen
talsmaður Reykjanesbæjarlistans.