Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 8. maí 2003 kl. 09:28

Loksins ferskt vatn í flugstöðinni

Loksins, loksins má segja núna þegar búið er að taka ákvörðun um að láta hreint og óklórblandað vatn í FLE og nærliggjandi húsnæði. Það hefur verið okkur til skammar að í FLE hefur ekki verið hægt að bjóða upp á annað en klórblandað vatn.Hugsið ykkur ferðamennina sem lesa í bæklingum um hreinasta vatn í heimi - svo þegar þeir lenda hér fá þeir klórvatn uppi í flugstöð. Eða starfsfólkið sem hefur í mörg ár þurft að taka með sér vatn að heiman til að hella upp á almennilegt kaffi. Ég vil þakka Hjálmari Árnasyni, alþingismanni okkar, fyrir að hafa tekið þetta mál upp og komið því í höfn. Hann hreyfði þessu fyrst inni á Alþingi en hefur síðan verið stöðugt að ýta á aðila til að klára verkið. Alls konar óvissa kom upp með hver ætti að borga brúsann en að lokum tók stjórn FLE af skarið og ákvað að láta hrinda þessu í framkvæmd. Ég vil þakka stjrón FLE fyrir þessa góðu ákvörðun. Nú mun málið vera í vinnslu og getum við innan nokkurra vikna farið að drekka hreint og ferskt vatn úr krönum FLE.
Ég segi bara til hamingju með vatnið.

Þorsteinn Árnason,
starfsmaður IGS.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024