Loksins erum við sammála
Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ er ósáttur við að dregið skuli fram að skuldir og skuldbindingar bæjarins nemi nú 400% af árstekjum. Honum finnst sanngjarnt að eignastaðan verði einnig tekinn með. Þó það beyti að vísu engu , skuldir og skuldbindingar halda þó áfram að vera 400% af árstekjunum. En það er rétt hjá bæjarstjóranum að líta aðeins á hver eigna staðan er.
Hann telur til 67% hlut eign bæjarins í HS Veitum sem nú er metinn á rúma 11milljarða króna skv árshlut reikningi, og eiginfjárhlutfall þess er 51% . Sem betur fer er fjárhagstaða þess fyrirtækis sterk þó vert sé að geta þess að HS Veitur er ábyrgt fyrir skuldbindingum HS Orku að upphæð tæplega 9,5 milljörðum króna.
Bæjarstjórinn nefnir einnig eign bæjarins í Fasteign ehf. En erfitt er að meta hve mikil sú eign er því enn liggja ekki ársreikningar 2009 þess fyrirtækis fyrir, þó ljóst sé að síðasti skiladagur ársreikninga sé liðinn. Þeim átti að skila 31 ágúst.
Hann nefnir nýjar lóðir í Helguvík án þess að virði þeirra sé metið, en jafnframt ljóst að þær lóðir hafa ekki verið byggðar fyrir eigið fé, heldur verið tekið lán fyrir þeim framkvæmdium. Skuldir hafnarinnar nú eru á 6. milljarð króna. Og hafnarsjóður í sömu stöðu og bæjarsjóður að geta ekki greitt afborganir af lánum nema ný lán fáist. Það hefur reynst erfitt.
Auðvitað væri gott að sjá hverjar hinar raunverulegu eignir eru, en forsenda þess að það sé unnt er að allir árshlutareikningar liggi fyrir. Svo er ekki. Og þó svo væri má ljóst vera að greiðslustaða bæjarins er slæm. Við eyðum meira en við öflum, og sökum skuldsetningar meirihlutans er það vandamál komið til að vera. Um einhverja hríð. Ég skil vel að bæjarstjórinn sé ósáttur, því ég er það líka. Loksins erum við bæjarstjórinn sammála. Gleðilega ljósanótt.
Með bestu kveðju
Hannes Friðriksson.