Lokavika umhverfisátaks í Reykjanesbæ
 Nú stendur yfir lokavikan í umhverfisátaki Reykjanesbæjar. Áhersla  hefur verið á að hreinsa járn og annað rusl af jaðarsvæðum í  bæjarfélaginu. Alls hafa um 160 tonn af járni safnast á sl. tveimur  vikum. Þó eru stærstu járnbitarnir eftir, sem beðið hafa stórtækra  vinnutækja svo unnt sé að "klippa" þá niður. Nú er komið að því.Fyrsta verkefnið verður niðurrif á vinnukrana í  steypustöðinni við Fitjar kl.  14 á morgun, þriðjudag.  Einnig er m.a. ráðgert að taka niður Olíutank í Ytri Njarðvík, lýsistank við gömlu Fiskiðjuna, snigil á gamla HF frystihúsinu og  einn meltutank í Njarðvíkurhöfn. Bæjarbúar og  fyrirtækjastjórnendur eru hvattir til að nýta tækifærið þessa síðustu  viku í lokahreinsun svæða sinna. Minnt er á að flutningur efnis er ókeypis á meðan á átakinus tendur.
Nú stendur yfir lokavikan í umhverfisátaki Reykjanesbæjar. Áhersla  hefur verið á að hreinsa járn og annað rusl af jaðarsvæðum í  bæjarfélaginu. Alls hafa um 160 tonn af járni safnast á sl. tveimur  vikum. Þó eru stærstu járnbitarnir eftir, sem beðið hafa stórtækra  vinnutækja svo unnt sé að "klippa" þá niður. Nú er komið að því.Fyrsta verkefnið verður niðurrif á vinnukrana í  steypustöðinni við Fitjar kl.  14 á morgun, þriðjudag.  Einnig er m.a. ráðgert að taka niður Olíutank í Ytri Njarðvík, lýsistank við gömlu Fiskiðjuna, snigil á gamla HF frystihúsinu og  einn meltutank í Njarðvíkurhöfn. Bæjarbúar og  fyrirtækjastjórnendur eru hvattir til að nýta tækifærið þessa síðustu  viku í lokahreinsun svæða sinna. Minnt er á að flutningur efnis er ókeypis á meðan á átakinus tendur.Bæjarstjóri.



 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				