Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Aðsent

Lokaorð Sævars Sævarssonar- Ást mín á bíó
Mánudagur 16. október 2017 kl. 06:00

Lokaorð Sævars Sævarssonar- Ást mín á bíó

Að fara í bíó er alltaf jafn spennandi fyrir mér. Ég elska einfaldlega að fara í bíó og upplifa bíó. Ég elska lyktina af poppinu og goslausa vélargosið í fitugu líters plastglösunum, sem ekki mega vera í minni því einhvern veginn verður maður að bæta upp fyrir hin síendurteknu mistök að salta poppið of mikið. Ég elska líka drunurnar í græjunum, dempandi ljósin, teppin á gólfunum og svarvínrauða tauveggfóðrið. Allt er þetta liður í að gera upplifunina kósí og notalega, svolítið svipaða og þegar maður fer í heimsókn til amma sinna og fær brauð með kæfu og svala á meðan maður hjúfrar um sig í sófanum með teppi og horfir á fyndnar fjölskyldumyndir, Derrick eða Hunter.

Já, ætli megi ekki segja að ég elski jafn mikið að fara í bíó og ég elskaði að fara í heimsókn til amma minna. Nú er hins vegar svo komið að ég fer æ sjaldnar í bíó og það sama á við um heimsóknirnar. Sjarminn minnkar þegar bíóum er ekki haldið við og er þess í stað leyft að drappast niður. Líklega styttist í að ég fari jafn sjaldan í bíó og ég fer í heimsókn til amma minna, þ.e. aldrei. Hafið þó ekki áhyggjur af þessu heimsóknarleysi mínu enda eru ástæðurnar aðrar en fækkun bíóferða. Tja, og þó. En þær eru þó vonandi báðar á betri stað og ef ákveðin saga er sönn er aldrei að vita nema maður heimsæki þær aftur um síðir. Svo fremi sem þar verði bíósalur í góðu standi.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Til að fyrirbyggja allan misskilning þá elska ég auðvitað ömmur mínar meira en bíó en þó notalegheit bíóferðanna og umræddra heimsókna séu sambærileg er auðvitað ákveðið atriði sem skilur þar á milli en það er að aldrei dytti manni í hug að fara einn í bíó...