Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Aðsent

Lokaorð Ingu Birnu Ragnarsdóttur- ef og hefði
Föstudagur 22. júní 2018 kl. 07:00

Lokaorð Ingu Birnu Ragnarsdóttur- ef og hefði

Hvern hefði órað fyrir því nokkurn tíma að Íslendingar ættu eftir að keppa í heimsmeistraramótinu í knattspyrnu. Ég sem aldrei hef verið áhugasöm um fótbolta sat sem límd fyrir framan skjáinn og horfði á Íslendinga „vinna“ jafntefli gegn Argentínu, Hannes verja víti frá stærsta fótboltagoði allra tíma og tæp 2% Íslendinga á áhorfendapöllum að styðja liðið með sínu heimsfræga HÚH-i. Ég breyttist í fótboltabullu, fór að droppa frösum sem ég vissi ekki að ég kynni, talaði upphátt til leikmanna og horfði á manninn minn gráta þegar Alfreð jafnaði beint í smettið á Argentínu. Föðurlandsástin og þjóðarstoltið verður aldrei meira, allir klæðast landsliðstreyju, mála sig í framan og syngja þjóðsönginn, meira að segja heima í stofu. Það eitt er brjálæðislega fyndið konsept en þessir góðu straumar skila sér út í kosmósið. Pottþétt!

Messi var ekki ánægður með úrslitin. Hann lét hafa það eftir sér að Argentína hefði átt að vinna því hann hefði átt skora úr vítinu. Ef Ísland hefði ekki pakkað í vörn og sótt meira þá hefði leikurinn spilast öðruvísi. Ef og hefði. En hann skoraði ekki úr vítinu og þjálfarar Íslands voru búnir að kortleggja mótherjana þannig að leikurinn þróaðist eins og liðinu hentaði best. Niðurstaðan varð að Argentína vann ekki sinn „sanngjarna og verðskuldaða“ sigur eins og öllum Íslendingum er ljóst.

Public deli
Public deli

„Ef og hefði“ er alltof útbreitt viðhorf þeirra sem ætla ekki að horfast í augu við eigin mistök og verða af því dýrmæta tækifæri að læra af þeim. Endalausar afsakanir og útskýringar.  Þetta er sérstaklega algengt í keppnisíþróttum. Þjálfarar kvarta ítrekað yfir dómurum í flestum boltaíþróttum: „Ef dómarinn hefði dæmt vítið sem við áttum að fá þarna þá hefði þetta spilast allt öðruvísi“, „ef ég hefði ekki misst stutta púttið á 16. holu“ o.s.frv.

„Ef og hefði“ er hins vegar ekki raunveruleikinn, eingöngu afsakanir sem gripið er til svo menn líti betur út. En fyrir allar ómeðvirkar manneskjur hefur þetta þveröfug áhrif því úrslit eru úrslit og það er eini sannleikurinn. Annað er bara afneitun.
Þeir sem bera gæfu til að sleppa „ef og hefði“ en horfa þess í stað filterslaust í eigin barm eru þeir sem læra af reynslunni sem felst í mótlæti og koma sterkari út úr hverri raun.

Ísland varð ekki sjálfstætt ríki vegna „ef og hefði“. Íslenska landsliðið í knattspyrnu komst ekki í lokakeppni HM með „ef og hefði“.  Á sama hátt kemst Íslenska kvennalandsliðið ekki í lokakeppni HM nema með því að vinna Þjóðverja í september. Það er ekkert „ef og hefði“ í því.