Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 26. janúar 2004 kl. 15:20

Lögreglan í Keflavík ógnar lífi almennra borgara

Við hjónin fórum sunnudagsrúnt með barnabörn okkar til Reykjavíkur sl. sunnudag og eftir ánægjulegan dag var haldið heim á leið. Við ókum suður Reykjanesbraut en inn við Vatnsleysuströnd erum við stödd í sex bíla röð og var hraðinn  80 – 90 km þegar aftasti bíllinn tekur fram úr röðinni. Lögreglubíll er þá að koma úr gagnstæðri átt og kveikir á neyðarljósum, hemlar niður og tekur stóra u – beygju þvert fyrir hina bílanna. Minnstu mátti muna að illa færi, við vorum önnur í röðinni og þurfti ég að nauðhemla til að lenda ekki aftan á bílnum fyrir framan. Bíllinn hjá okkur fór að rása á veginum og mikil hætta stafaði af bílunum fyrir aftan sem stefndu á okkur, en bílstjórarnir á þeim tókust með snarræði að komast hjá aftaná keyrslu. Ég stöðvaði bílinn við hlið lögreglubílsins, þar sat bílstjórinn, ungur  lögregluþjónn sem botnaði ekkert í glápi mínu, en ég ákvað að elta bílinn sem fyrstur var í röðinni og var í mestri hættu á að lenda í mjög hörðum árekstri við laganna verði. Leið okkar lá í Njarðvík þar sem ég tók tali konu sem var í miklu uppnámi vegna aðfarar lögreglunnar.  Vorum við sammála um að ekki væri unnt að þegja yfir svona vinnubrögðum hjá þeim sem eiga að efla öryggi almennra borgara í umferðinni. Atburðurinn er óviðundandi og vekur upp spurningar hvort þarna hafi verið á ferð ungir óharnaðir lögregluþjónar sem hafa gleymt sér í Hollywood bíómyndum, því þessi vítaverðu vinnubrögð minntu helst á glæfrarlegt atriði í hasarmynd. Auðvitað átti lögreglan að fara aftur fyrir röðina og setja þá neyðarljósin á og þá hefðu bílstjórar vikið til hliðar og engum hefði verið stefnt í lífshættu á Reykjanesbrautinni, næg er hættan fyrir.

Árni Jónasson
Rafnkelsstöðum, Garði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024