Ljósmyndanámskeið í Keflavík
www.ljosmyndari.is stendur fyrir tveimur ljósmyndanámskeiðum í maí fyrir byrjendur og lengra komna. Annars vegar er námskeið helgina 3. - 4. maí, í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi frá kl. 13 til 17, og hins vegar í Flughótel Keflavík helgina 10. - 11. maí. frá kl. 13 til 19.Kennt verður m.a. að velja réttu tækin, meðferð tækjanna, mismunur á linsum, notkun ljósmæla, mismunur á filmutegundum, notkun filtera, flass, myndataka í stúdíói, stúdíóflöss, nærmyndataka, geymsla og skráning ljósmynda ásamt stafrænni myndatöku.
Farið verður í grunnatriði ljósmyndatækninnar og hugtök eins og ljósop, hraði, dýptarskerpa, lýsing og ljósmæling verða útskýrð.
Farið verður í grunnatriði í myndatöku og mynduppbyggingu og kennt að nota myndavélina og alla fylgihlutina.
Viðurkenningarskjal verður afhent í lok námskeiðs.
Leiðbeinandi á námskeiðinu er Pálmi Guðmundsson. Skráning og nánari upplýsingar er á vefsíðunni Ljósmyndari.is
Farið verður í grunnatriði ljósmyndatækninnar og hugtök eins og ljósop, hraði, dýptarskerpa, lýsing og ljósmæling verða útskýrð.
Farið verður í grunnatriði í myndatöku og mynduppbyggingu og kennt að nota myndavélina og alla fylgihlutina.
Viðurkenningarskjal verður afhent í lok námskeiðs.
Leiðbeinandi á námskeiðinu er Pálmi Guðmundsson. Skráning og nánari upplýsingar er á vefsíðunni Ljósmyndari.is