Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Aðsent

Ljósleiðara heim til þín
Föstudagur 4. maí 2018 kl. 10:52

Ljósleiðara heim til þín

Með þeirri mikilvægu ákvörðun fyrir tíu árum síðan að byggja upp stærsta gagnaveraiðnað landsins í Reykjanesbæ var nauðsynlegt að fá fjarskiptafyrirtæki til að leggja ljósleiðara á stofnleiðum. Þessa kosti getum við nú nýtt okkur til að tengja heimili í Reykjanesbæ við háhraða netsamband með ljósleiðara inn á hvert heimili. 
 
Því er spáð að hvert heimili muni hafa sex nettengd tæki á hvern íbúa strax árið 2020. Hefðbundnir hlutir eins og tölvur, farsímar, spjaldtölvur og nú sjónvörp, leikjatölvur og hljómflutningstæki eru öll nettengd og notkun á þessum tækjum er mest í gegnum þjónustur á Internetinu. „Internet hlutanna“ eða Internet of Things (IoT) byltingin er löngu hafin og enn fleiri tæki inni á heimilum, í fyrirtækjum og stofnunum eru að nettengjast. Þannig eru til dæmis ljósastýringar, dyrabjöllur, öryggiskerfi, þvottavélar, kaffikönnur og ýmis heimilistæki nú tengd við Internetið til að gera okkur kleift að nýta ýmiskonar þjónustur eins og að fjarstýra, vakta og framkvæma aðgerðir hvaðan og hvenær sem er yfir Internetið.
 
Nettengingar nútíma heimila þurfa því að vera afkastamiklar, áreiðanlegar og öruggar. Alvöru ljósleiðaratengingar meira en tífaldar hraða og afkastagetu þeirra kopartenginga sem flest heimili nota í dag. Á næstu tveimur árum er stefnt að lagningu á slíkum tengingum inn á öll heimili í Reykjanesbæ og því markmiði ætlum við að ná. Til þess þurfa bærinn og fjarskiptafyrirtæki að vinna saman. 
 
Andri Örn Víðisson, 
skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðis­flokksins í Reykjanesbæ.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024