Ljósanótt til sóma
Bæjarbúar geta verið sammála um að Ljósanótt, sem haldin var 1. september sl. hafi tekist vel. Kristján Pálsson, alþingismaður lýsir hér ánægju sinni með hvernig til tókst.
Ljósnótt var haldinn með miklum glæsibrag í síðustu viku. Þar var á boðstólum óvenju yfirgripsmikil og fjölbreytt dagskrá þar sem hver viðburðurinn rak annan. Mér sýndist ungir sem aldnir geta fundið eitthvað við sitt hæfi í dagskránni þar sem listviðburðir voru jafn áberandi og atriði fyrir alla fjölskylduna. Dagskráin endaði á mjög viðeigandi hátt með einni glæsilegustu flugeldasýningu sem sést hefur hér á landi. Fjöldi listsýninga var það mikill að erfitt var að skoða þær allar á aðeins einum degi. Eftirtektarvert framtak þeirra bræðra Smára og Sigurðar Sævarssona að undanförnu á tónlistarsviðinu hefur vakið sérstaka athygli og fengið að vonum mikla umfjöllum. Það er alltaf gaman þegar listamenn í þeirra gæðaflokki láta heimabyggðina njóta sérstakrar athygli. Það var vel til fundið af bæjaryfirvöldum að færa minnismerki sjómanna eftir Ásmund Sveinsson niður að Hafnargötu, þar nýtur það sín vel og blasir við sjófarendum jafnt sem vegfarendur .
Sérstaka athygli vakti einnig framtak feðgana Garðars Oddgeirssonar og Oddgeirs Garðarsson að kaupa Flug Erlings Jónssonar og setja upp við Hafnargötuna í minningu Steinþórs Júlíussonar f.v. bæjarstjóra. Þetta verk hefur verið í geymslu um nokkurn tíma en sómir sér vel á þessum nýja stað. Listaverkin tvö sitt hvoru megin við Hafnargötuna kallast á sem tákn helstu atvinnugreina Suðurnesjamanna við flugið og sjóinn.
Með þessum fáu línum vil ég þakka frábæran dag og bæjarfyfirvöldum fyrir framtakið. Ljósanóttin var bænum til sóma, það er svo sannarlega búið að finna þjóðhátíðardag Reykjanesbæjar.
Kristján Pálsson alþingismaður
Ljósnótt var haldinn með miklum glæsibrag í síðustu viku. Þar var á boðstólum óvenju yfirgripsmikil og fjölbreytt dagskrá þar sem hver viðburðurinn rak annan. Mér sýndist ungir sem aldnir geta fundið eitthvað við sitt hæfi í dagskránni þar sem listviðburðir voru jafn áberandi og atriði fyrir alla fjölskylduna. Dagskráin endaði á mjög viðeigandi hátt með einni glæsilegustu flugeldasýningu sem sést hefur hér á landi. Fjöldi listsýninga var það mikill að erfitt var að skoða þær allar á aðeins einum degi. Eftirtektarvert framtak þeirra bræðra Smára og Sigurðar Sævarssona að undanförnu á tónlistarsviðinu hefur vakið sérstaka athygli og fengið að vonum mikla umfjöllum. Það er alltaf gaman þegar listamenn í þeirra gæðaflokki láta heimabyggðina njóta sérstakrar athygli. Það var vel til fundið af bæjaryfirvöldum að færa minnismerki sjómanna eftir Ásmund Sveinsson niður að Hafnargötu, þar nýtur það sín vel og blasir við sjófarendum jafnt sem vegfarendur .
Sérstaka athygli vakti einnig framtak feðgana Garðars Oddgeirssonar og Oddgeirs Garðarsson að kaupa Flug Erlings Jónssonar og setja upp við Hafnargötuna í minningu Steinþórs Júlíussonar f.v. bæjarstjóra. Þetta verk hefur verið í geymslu um nokkurn tíma en sómir sér vel á þessum nýja stað. Listaverkin tvö sitt hvoru megin við Hafnargötuna kallast á sem tákn helstu atvinnugreina Suðurnesjamanna við flugið og sjóinn.
Með þessum fáu línum vil ég þakka frábæran dag og bæjarfyfirvöldum fyrir framtakið. Ljósanóttin var bænum til sóma, það er svo sannarlega búið að finna þjóðhátíðardag Reykjanesbæjar.
Kristján Pálsson alþingismaður