Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Ljósanótt sett með Boxkeppni
Þriðjudagur 2. september 2003 kl. 15:31

Ljósanótt sett með Boxkeppni

-fréttatilkynning-

Á ári hverju í byrjun septembermánaðar er Ljósanæturhátíðin haldin í Reykjanesbæ. Þessi hátíð er byggð á sömu gildum og Menningarnótt í Reykjavík og mæta gjarnan saman tugþúsundir íslendinga til að upplifa stemninguna sem þarna myndast.Reykjanesbær er höfuðvígi hnefaleika á Íslandi í dag. Hnefaleikakappar sem æft hafa fimi sína í BAG - Hnefaleikafélagi Reykjaness, hafa sýnt það og sannað í keppnum að undanförnu að þar slær boxhjartað og er því mjög viðeigandi að þessi rómaða menningarhátíð hefjist með þungum höggum.

Í Íþróttahúsi Keflavíkur á fimmtudagskvöldinu 4. september fer fram setningarhátíð Ljósanætur þar sem íslenskir hnefaleikakappar taka á móti dönskum boxurum. Það eru engir aukvisar sem á leiðinni eru og er fullvíst að hart verður barist.

Keflvíski hrokagikkurinn Skúli "Tyson" Vilbergsson fær sennilegast sinn erfiðasta andstæðing til þessa. Um er að ræða Dennis Rønberg, danskan harðjaxl sem barist hefur 45 áhugamannabardaga með góðum árangri. Rønberg þessi er talinn líklegur til stórra afreka í íþróttinni og því er það undir Skúla komið að sýna það og sanna að hann sé einn af bestu millivigtarboxurum Skandinavíu.

Þórður "Doddy" Sævarsson, sem almennt er talinn hæfileikaríkasti boxari landsins fær heldur ekki neinn aukvissa til að glíma við. Það er enginn annar en silfurhafinn úr Skandinavíska meistaramótinu, Kenneth Nemming sem mætir á klakann til að næla sér í enn einn sigurinn. Það er þó langt því frá að hann geti gengið að því vísu þar sem Þórður er í sínu besta formi frá upphafi.

Fjölmargar aðrar viðureignir munu eiga sér stað og ætti enginn að láta sitt eftir liggja. Mætum og styðjum okkar menn.

Húsið opnar með pompi og pragt kl. 19:00, fimmtudagskvöldið 4. september.

VF-ljósmynd.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024