Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Ljósanótt í Reykjanesbæ 2007
Þriðjudagur 28. ágúst 2007 kl. 14:45

Ljósanótt í Reykjanesbæ 2007

Það er ekki oft sem maður verður svekktur hérna í þessu ágæta bæjarfélagi sem við búum í. Þó var undantekning á því í gær þegar að ég heyrði Ljósanæturlagið hljóma, Ó Keflavík er heitið á laginu sem verður spilað á öldum ljósvakamiðla.

Ég er Njarðvíkingur en ég bý í Reykjanesbæ, ég líð það ekki að þetta lag hafi verið valið til þess að kynna Ljósanótt 2007.

Ég fer fram á það við menningarnefnd Reykjanesbæjar að þetta lag verði tekið útaf dagskrá ekki spilað meir í tengslum við Ljósanótt hvorki nú né síðar. Einnig fer ég fram á að formaður menningarnefndar biðjist afsökunar á þessum mistökum þeirra. Það er alveg ljóst að menn hérna (Njarðvíkurhverfi) í Reykjanesbæ líða  EKKI svona lítlisvirðingu.

Þetta er hátíð Reykjanesbæjar ekki hverfishátið fyrir Keflvíkinga.

Virðingarfyllst,

Grétar Hermannsson
Holtsgata 18
260 Reykjanesbæ.

Mynd af vef Ríkisútvarpsins
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024