Ljósanótt- undirbúningur hafinn
Ljósanótt í Reykjanesbæ verður haldinn í annað sinn 1. september n.k. Undirbúningur er þegar hafin og hefur Markaðs- og atvinnuráð boðið fram krafta sína sem framkvæmdaraðili. Þá hefur Menningar- og safnaráð þegar skipað nefnd til að sjá um menningaratburði á Ljósanótt. Undirbúnings- og skemmtinefnd er skipuð eftirtöldum aðilum:
Steinþór Jónsson, varaformaður Markaðs- og atvinnuráðs,
Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi,
Johan D. Johanson, ferðamálafulltrúi,
Stefán Bjarkarsson, Íþrótta- og tómstundarfulltrúi,
Íris Jónsdóttir, menningar- og safnaráði.
Hjá bæjarráði liggur nú frammi beiðni um fjárframlag frá Reykjanesbæ til að greiðslu á grunnkostnaði hátíðarinnar en þegar hefur einhver upphæð vegna lögð fram til menningaratburða á Ljósanótt.
Það er samdóma álit allra að fyrsta Ljósanótt í Reykjanesbæ hafði tekist frábærlega og því mikilvægt að fylgja hátíðinni vel úr hlaði. Þessari velgengni má fyrst og fremst þakka öllum bæjarbúum sem fjölmenntu og tóku þátt í öllum viðburðum Ljósanætur og gerðu daginn svo skemmtilegan sem raun bar vitni. Ljósanótt var og á að vera dagur fólksins í Reykjanesbæ og nágrenni, fjölskylduhátíð fyrir alla. Mikilvægt er að ferskur blær verði á framkvæmd Ljósanætur þar sem framlag og hugmyndir sem flestra bæjarbúa fái að njóta sín. Sem formaður undirbúningsnefndar skora ég því alla bæjarbúa að hafa samband og ræða hugmyndir, athugasemdir og uppákomur sem þið viljið leggja til. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.
Nú þegar hafa fjölmargir haft samband við undirritaðan og komið hugmyndum sínum og aðstoð á framfæri. Má þar m.a. nefna Leikfélagið okkar, fulltrúa Suðurnesjamaraþons, rekstaraðila Sambíós og fjölmarga einstaklinga með nýjar og ferkar hugmyndir s.s. heimsins ferkasta hlaðborð, sögusýningu, operu, o.s.frv. Nú bíðum við eftir þinni hugmynd og aðstoð.
Stefnt verður að hafa Ljósanótt með sama sniði og á síðasta ári en fjölskylduvæn dagskrá mun vera til staðar allan laugardaginn. Mikilvægt er þó að nýjar hugmyndir fái að njóta sín og bæta því við sem síðast vantaði. Lok formlegrar dagskrár mun ljúka um tíuleytið með því að kveikt verður á ljósunum á Berginu eftir sumarið og mun flugeldasýning fylgja í kjölfarið. Síðar um kvöldið er stefnt af ljósaballi með góðum hljómsveitum, danssýningum og fl.
Að lokum má geta þess að hagnaði síðustu ljósanætur var varið til að bæta við nokkrum lömpum á Bergið og hefur sú viðbót skilað tilætluðum árangri. Stefnt er að vígslu nýrrar framkvæmdar á næstu Ljósanótt og halda þeim sið til framtíðar. Tvo verkefni eru nú í athugun en þín hugmynd yrði vel þegin. Hafið samband við undirritaðan (s:696-7777 eða [email protected]) eða einhvern í undirbúningsnefndinni. Stöndum saman og gerum lífið skemmtilegra.
Gleðilegt sumar,
Steinþór Jónsson, formaður undirbúningsnefndar.
Ljósmyndir frá Ljósanótt í Reykjanesbæ árið 2000.
Steinþór Jónsson, varaformaður Markaðs- og atvinnuráðs,
Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi,
Johan D. Johanson, ferðamálafulltrúi,
Stefán Bjarkarsson, Íþrótta- og tómstundarfulltrúi,
Íris Jónsdóttir, menningar- og safnaráði.
Hjá bæjarráði liggur nú frammi beiðni um fjárframlag frá Reykjanesbæ til að greiðslu á grunnkostnaði hátíðarinnar en þegar hefur einhver upphæð vegna lögð fram til menningaratburða á Ljósanótt.
Það er samdóma álit allra að fyrsta Ljósanótt í Reykjanesbæ hafði tekist frábærlega og því mikilvægt að fylgja hátíðinni vel úr hlaði. Þessari velgengni má fyrst og fremst þakka öllum bæjarbúum sem fjölmenntu og tóku þátt í öllum viðburðum Ljósanætur og gerðu daginn svo skemmtilegan sem raun bar vitni. Ljósanótt var og á að vera dagur fólksins í Reykjanesbæ og nágrenni, fjölskylduhátíð fyrir alla. Mikilvægt er að ferskur blær verði á framkvæmd Ljósanætur þar sem framlag og hugmyndir sem flestra bæjarbúa fái að njóta sín. Sem formaður undirbúningsnefndar skora ég því alla bæjarbúa að hafa samband og ræða hugmyndir, athugasemdir og uppákomur sem þið viljið leggja til. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.
Nú þegar hafa fjölmargir haft samband við undirritaðan og komið hugmyndum sínum og aðstoð á framfæri. Má þar m.a. nefna Leikfélagið okkar, fulltrúa Suðurnesjamaraþons, rekstaraðila Sambíós og fjölmarga einstaklinga með nýjar og ferkar hugmyndir s.s. heimsins ferkasta hlaðborð, sögusýningu, operu, o.s.frv. Nú bíðum við eftir þinni hugmynd og aðstoð.
Stefnt verður að hafa Ljósanótt með sama sniði og á síðasta ári en fjölskylduvæn dagskrá mun vera til staðar allan laugardaginn. Mikilvægt er þó að nýjar hugmyndir fái að njóta sín og bæta því við sem síðast vantaði. Lok formlegrar dagskrár mun ljúka um tíuleytið með því að kveikt verður á ljósunum á Berginu eftir sumarið og mun flugeldasýning fylgja í kjölfarið. Síðar um kvöldið er stefnt af ljósaballi með góðum hljómsveitum, danssýningum og fl.
Að lokum má geta þess að hagnaði síðustu ljósanætur var varið til að bæta við nokkrum lömpum á Bergið og hefur sú viðbót skilað tilætluðum árangri. Stefnt er að vígslu nýrrar framkvæmdar á næstu Ljósanótt og halda þeim sið til framtíðar. Tvo verkefni eru nú í athugun en þín hugmynd yrði vel þegin. Hafið samband við undirritaðan (s:696-7777 eða [email protected]) eða einhvern í undirbúningsnefndinni. Stöndum saman og gerum lífið skemmtilegra.
Gleðilegt sumar,
Steinþór Jónsson, formaður undirbúningsnefndar.
Ljósmyndir frá Ljósanótt í Reykjanesbæ árið 2000.