Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Ljósanótt – tökum þátt!
Mánudagur 28. ágúst 2017 kl. 06:00

Ljósanótt – tökum þátt!

Elskulegu bæjarbúar!
Mér þykir mjög gaman að hvað margir eru farnir að taka þátt með einhverjum skemmtilegheitum heima hjá sér eins og heimatónleikunum og vil hvetja sem flesta til að láta sér detta eitthvað í hug í léttum dúr á pallinum eða garðinum sem fjölskyldan og aðrir njóta. Mig hefur lengi langað til að einhver hanni frumlegt og flott ljós sem allir geta notað á ljósanótt en þangað til getum við bara sett sprittkerti í sultukrukku út í glugga og þar með sett ljósasvip á bæinn. Ég veit að ég þarf ekki að hvetja ykkur til að taka þátt í þessum hefðbundnu árlegu uppákomum sem í boði eru en vil minna á skemmtilega viðbót sem er súpa gegn matarsóun sem verður í boði Nettó ÁÐUR en árgangagangan hefst.

Sjáumst björt og brosandi á ljósanótt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Guðbjörg Ingimundardóttir,
formaður menningarráðs