Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Ljósanótt, fjölskylduhátíðin okkar!
Miðvikudagur 10. september 2014 kl. 15:08

Ljósanótt, fjölskylduhátíðin okkar!

– Þakkir til foreldra og barna

Nú er fimmtánda Ljósanóttin liðin og er það samdóma álit manna að hún hafi farið vel fram.  Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar, útideildin og Lögreglan á Suðurnesjum voru með vakt í öryggismiðstöðinni á Ljósanótt eins og undan farin ár. Örfá börn voru færð í öryggismiðstöðina og foreldrar brugðust skjótt við og sóttu börnin sín.
 
Ljósanótt er fjölskylduhátíð og fjölskyldur sameinast úr öllum áttum í Reykjanesbæ á þessum tímamótum.   Það er því mikilvægt að unglingarnir okkar fái skýr skilaboð frá foreldrum sínum og samfélaginu svo þau séu meðvituð um að Ljósanótt er fjölskylduhátíð. Ég vil þakka þeim foreldrum og börnum sem fóru heim að lokinni flugeldasýningu og áttu góða stundir saman.

Á Ljósanótt var einnig formlega opnað Fjölskyldusetur Reykjanesbæjar þar sem markmið er að veita fjölskyldum fræðslu í formi fyrirlestra og námskeiða. Fjölskyldusetur er staðsett á Skólavegi 1 og vil ég þakka þeim fjölmörgu foreldrum sem komu á Ljósanótt til að skoða húsið og kynna sér starfsemi hússins.
Foreldrar verum áfram ábyrg og sýnum börnunum okkar það í verki. Verum dugleg að nýta okkur þjónustu Fjölskylduseturs í framtíðinni til að efla okkur enn frekar í foreldrahlutverkinu.

Kveðja
María Gunnarsdóttir
Forstöðumaður barnaverndar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024