Ljósanótt - Var hugmyndin þín?
Enginn er það afskektur að hann sé ekki afrakstur eða afleiðing margra annarra. Bæði þeirra sem á undan gengu og þeirra sem samhliða voru eða urðu á vegi.Ef þú færð hugmynd getur þú verið viss um að einhver er búinn að fá hana á undan þér eða mun fá hana bráðlega. Munurinn á hugmynd sem dvelur í kolli þínum eða hugmynd sem kemst í framkvæmd er mikill.Ljósanótt er dæmi um slíkt. Nú vilja allir hafa Lilju kveðið en því miður er það ekki svo. Steinþór Jónsson sem er engu minni eyland en við hin fékk hugmynd og framkvæmdi hana. Þetta er margra mánaða ferli sem varð að veruleika. Þið hin sem fenguð sömu hugmynd verðið bara að láta ykkur þetta að kenningu verða og stökkva af stað næst þegar andgiftin er yfir ykkur - af sama krafti og Steinþór gerði við framkvæmd Ljósanætur.Það er gott og góðra gjalda vert að að vera ráðgjafi og veita aðhald en það eru hins vegar frumkvöðlar eins og Steinþór sem láta hlutina gerast. Frumkvöðlar þurfa að taka á sig brotsjó ef mistekst en þeir eiga líka að fá að njóta afrakstursins ef vel gengur. Það er kjánalegt að malda í móinn og engum sómi af því.Ég var svo lánsöm að fá að starfa að Ljósanótt ásamt Steinþóri, Johanni D (en hann á einmitt nafnið Ljósanótt) og mörgum öðrum. Ég þakka gott samstarf og bæjarbúum öllum vil ég þakka fyrir að koma og njóta dagsins. Ef við Suðurnesjamenn berum gæfu til að tendra ljósin á Berginu í sameiningu komandi ár verður vonandi eitthvað nýtt og skemmtilegt á dagskrá á hverju ári og dagurinn tækifæri fyrir bæjarbúa til að leggja sitt af mörkum fyrir bæjinn sinn.Það er með þessum orðum sem ég kveð ykkur og flyt til Reykjavíkurborgar. Reykjanesbær er góður bær og ég mun ávallt vera stolt af því að vera héðan.Guðbjörg Glóð Logadóttir