Lítil ábending vegna leitar að E/S Goðafossi
Eftir að hafa hlustað á viðtöl við þá menn sem komið hafa að leit að E/S Goðafossi mundi ég eftir því að í Morgunblaðinu fann ég einu sinni staðarákvörðun upp gefna sem tengdist slysstaðnum.
Ekki man ég nú hvaða ár þetta birtist í blaðinu en tel þó öruggt að það hafi verið á árunum 1950 – 1960. Þegar ég fann þetta flaug mér að koma staðarákvörðuninni í blöð í Keflavík þótt ekki yrði af því. Einnig man ég eftir stuttri grein í blaðinu, þar sem skýrt var frá amerískum manni sem missti eiginkonu sína í slysinu en hann hugðist reyna að hafa upp á foringja kafbátsins sem skaut Goðafoss niður.
Ef menn vilja skoða þetta nánar geta þeir nú farið inn á netið hjá Morgunblaðinu frá 1950 – 60.
Skúli Magnússon
Ekki man ég nú hvaða ár þetta birtist í blaðinu en tel þó öruggt að það hafi verið á árunum 1950 – 1960. Þegar ég fann þetta flaug mér að koma staðarákvörðuninni í blöð í Keflavík þótt ekki yrði af því. Einnig man ég eftir stuttri grein í blaðinu, þar sem skýrt var frá amerískum manni sem missti eiginkonu sína í slysinu en hann hugðist reyna að hafa upp á foringja kafbátsins sem skaut Goðafoss niður.
Ef menn vilja skoða þetta nánar geta þeir nú farið inn á netið hjá Morgunblaðinu frá 1950 – 60.
Skúli Magnússon