Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Listatorg Sandgerði: Áfram leitað að listafólki
Mánudagur 5. janúar 2009 kl. 16:10

Listatorg Sandgerði: Áfram leitað að listafólki




Stjórn Listatorgs sendir félagsmönnum og öðrum íbúum Suðurnesja gleðilegar nýárskveðjur og þakkar samstarfið og stuðninginn á árinu sem var að líða.  Móttökurnar hafa verið frábærar og vonum við að starfið haldi áfram að blómstra á nýju ári.
 
Listatorg í Sandgerði var stofnað í september 2007 fyrir tilstuðlan bæjaryfirvalda.  Markmiðið var að efla lista- og menningarlíf bæjarbúa jafnt sem annarra íbúa á Suðurnesjum.  Nú er félagið rúmlega ársgamalt og hefur starfsemin farið vel af stað.  Fjölmargir listamenn héldu listasýningar á liðnu ári og þökkum við frábærar viðtökur.
 
Við höldum áfram að leita að fólki sem hefur áhuga á að halda sýningu á verkum sínum, halda tónleika, námskeið eða aðrar uppákomur í fallegum sal Listatorgs gegn vægu gjaldi.  Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við formann Listatorgs, Gullu, í síma 894-4645 eða senda tölvupóst á [email protected].

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024