Línur að skýrast í Suðurkjördæmi
Eftir flokksval Samfylkingarinnar sem fram fór um síðustu helgi er ljóst hvernig framboðslisti þeirra skipast fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara þann 10. maí nk. Suðurnesjamenn sem Víkurfréttir hafa rætt við telja að ef Jóhann Geirdal og Sigríður Jóhannesdóttir hefðu tekið sig saman og stefnt á sitthvort sætið hefðu þau hugsanlega bæði náð inn á listann. Enginn Suðurnesjamaður er í þremur efstu sætunum, en Jón Gunnarsson náði fjórða sætinu. Það er því ljóst að mikil barátta verður að koma Jóni inn í öruggt sæti. Hið nýja Suðurkjördæmi mun hafa 10 þingmenn og baráttan um þessi sæti verður hörð á milli allra flokka. Kjördæmisráð Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa ákveðið að hafa uppstillingu á sínum listum í kjördæminu. Ljóst þykir að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra mun skipa fyrsta sæti á lista Framsóknarmanna í kjördæminu, en heimildir Víkurfrétta herma að Hjálmar Árnason muni skipa annað sætið. Innan Framsóknarflokksins er rætt um að það verði gríðarleg barátta um þriðja sæti listans, en Ísólfur Gylfi Pálmason þingmaður sækist eftir því sæti. Heimildarmenn Víkurfrétta segja að konur innan Framsóknarflokksins í Vestmannaeyjum sæki fast að því að fá þriðja sætið og einnig er talað um að ungt fólk geri kröfu um það sæti. Það verður því mikil barátta um þriðja sætið innan Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Kjördæmaþing verður haldið þann 18. janúar á Selfossi og þá mun endanlega koma í ljós hvernig listinn verður uppsettur, en fyrstu sex sætin eru bindandi.
Baráttan verður harðari þegar litið er til uppröðunar á lista Sjálfstæðisflokksins en þar koma Kristján Pálsson og Drífa Hjartardóttir sterklega til greina sem leiðtogar Sjálfstæðismanna í kjördæminu. Heimildarmenn Víkurfrétta segja að Kristján sé þó líklegri sem leiðtogi listans því hann býr á Suðurnesjum og ef sú verður raunin er ljóst að Kristján færi sig mjög nálægt ráðherrastól innan Sjálfstæðisflokksins. Mikil barátta verður um þriðja sætið en þar verður baráttan á milli Árna Ragnars Árnasonar alþingismanns og Guðjóns Hjörleifssonar fyrrverandi bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Heimildarmaður innan Sjálfstæðisflokksins sagði þó að staða flokksins væri sterk í kjördæminu og hann taldi líklegra að Árni Ragnar yrði valinn í þriðja sætið. Listin Sjálfstæðismanna lítur dagsins ljós í kringum 30. nóvember nk.
Á samráðsþingi Frjálslynda flokksins síðasta laugardag var ákveðið að við val á framboðslista muni verða stillt upp á lista og verða framboðslistar kynntir eftir áramót. Heimildir Víkurfrétta herma að mikill þrýstingur sé á Magnús Þór Hafsteinsson fréttamann um að taka fyrsta sæti á lista Frjálslynda Flokksins í Suðurkjördæmi. Efsti maður á lista flokksins í Reykjaneskjördæmi fyrir síðustu alþingiskosningar var Grétar Mar Jónsson úr Sandgerði, en heimildarmenn Víkurfrétta telja að Magnús Þór yrði fyrir valinu ef hann myndi ákveða að bjóða sig fram í fyrsta sætið. Aðilar sem Víkurfréttir ræddu við telja að ef Magnús Þór skipaði efsta sæti lista Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi gæti hann breytt landslagi kosningaúrslitanna töluvert og náð kjöri.
Það er verið að vinna að uppstillingu á lista Vinstri Grænna í Suðurkjördæmi og heyrist nafn Ragnars Sigurjónssonar framhaldsskólakennara í Vestmannaeyjum ítrekað í samtölum við fólk sem þekkir til mála. Víkurfréttir hafa ekki heyrt neina aðila nefnda af Suðurnesjum sem hugsanlega sækjast eftir sæti á lista flokksins.
Baráttan verður harðari þegar litið er til uppröðunar á lista Sjálfstæðisflokksins en þar koma Kristján Pálsson og Drífa Hjartardóttir sterklega til greina sem leiðtogar Sjálfstæðismanna í kjördæminu. Heimildarmenn Víkurfrétta segja að Kristján sé þó líklegri sem leiðtogi listans því hann býr á Suðurnesjum og ef sú verður raunin er ljóst að Kristján færi sig mjög nálægt ráðherrastól innan Sjálfstæðisflokksins. Mikil barátta verður um þriðja sætið en þar verður baráttan á milli Árna Ragnars Árnasonar alþingismanns og Guðjóns Hjörleifssonar fyrrverandi bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Heimildarmaður innan Sjálfstæðisflokksins sagði þó að staða flokksins væri sterk í kjördæminu og hann taldi líklegra að Árni Ragnar yrði valinn í þriðja sætið. Listin Sjálfstæðismanna lítur dagsins ljós í kringum 30. nóvember nk.
Á samráðsþingi Frjálslynda flokksins síðasta laugardag var ákveðið að við val á framboðslista muni verða stillt upp á lista og verða framboðslistar kynntir eftir áramót. Heimildir Víkurfrétta herma að mikill þrýstingur sé á Magnús Þór Hafsteinsson fréttamann um að taka fyrsta sæti á lista Frjálslynda Flokksins í Suðurkjördæmi. Efsti maður á lista flokksins í Reykjaneskjördæmi fyrir síðustu alþingiskosningar var Grétar Mar Jónsson úr Sandgerði, en heimildarmenn Víkurfrétta telja að Magnús Þór yrði fyrir valinu ef hann myndi ákveða að bjóða sig fram í fyrsta sætið. Aðilar sem Víkurfréttir ræddu við telja að ef Magnús Þór skipaði efsta sæti lista Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi gæti hann breytt landslagi kosningaúrslitanna töluvert og náð kjöri.
Það er verið að vinna að uppstillingu á lista Vinstri Grænna í Suðurkjördæmi og heyrist nafn Ragnars Sigurjónssonar framhaldsskólakennara í Vestmannaeyjum ítrekað í samtölum við fólk sem þekkir til mála. Víkurfréttir hafa ekki heyrt neina aðila nefnda af Suðurnesjum sem hugsanlega sækjast eftir sæti á lista flokksins.