Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Líkamsstarfsemin tekur breytingum
Laugardagur 3. mars 2012 kl. 09:16

Líkamsstarfsemin tekur breytingum

Nú líður óðum að því að vetur konungur fari að kveðja og vorið að birtast okkur í allri sinni yndislegustu mynd. Að sama skapi tekur líkamsstarfsemin okkar mannanna breytingum við árstíðarskiptin þegar líkaminn byrjar að hreinsa sig af vetrarhýðinu með tilheyrandi og eðlilegum niðurgangi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Niðurgangur getur bæði haft skaðlausar en einnig mjög hættulegar afleiðingar. Þær geta komið fram í að eiturefni fari í mat, upp komi sýkingar, bakteríur þróist, sjúkdómar eða sveppasýkingar. Sálrænar afleiðingar, til dæmis álag og streita fyrir próf og verkefni eða kvef- og flensubylgja á leikskólanum, geta haft sams konar áhrif á líkamann.


Við hnerra dreifast sýkingar og bakteríur lengra en fjóra metra sem þýðir að sérhvert barn í grenndinni getur smitast mjög auðveldlega. Smit í gegnum hráa eða skemmda fæðu eða milli barna sem eru sýkt af bakteríum getur leitt til niðurgangs. Vökvamissir vegna niðurgangs hefur þau áhrif á líkamann að hann þornar að innan og missir mikilvæg steinefni og næringarefni, til dæmis magnesíum, natríum (sem einkum fæst úr matreiðslusalti) og kalíum sem er mikilvægasta næringarefnið og hefur einnig áhrif á vöðvastarfsemi.

Standi niðurgangur lengur en tólf klukkustundir er ráðlegt að leita læknis. Ef um ákafan niðurgang er að ræða er gott að fá sér haframjöl með mjólk eða vatni í morgunmat daginn eftir. Einnig ætti að gæta þess að borða í litlum skömmtum yfir daginn. Oftast hjálpar þessi aðferð betur en „kók og saltstengur“. Ef tekin eru lyf sem virka gegn niðurgangi getur það leitt til hægðartregðu dagana á eftir sem hefur slæm áhrif á virkni í þörmum.


Til að færa líkamanum að nýju þau steinefni sem hann hefur misst er hægt að fylgja gömlu húsráði. Blandið saman einni teskeið af borðsalti, fimm teskeiðum af sykri, hálfri teskeið af lyftidufti og setjið síðan út í einn lítra af sjóðandi vatni með örlitlum appelsínusafa. Drekkið í litlum skömmtum nokkrum sinnum yfir daginn. Bætið bananabitum út í til að bragðbæta blönduna.


Mörg börn og unglingar taka sér ekki nægan tíma í að tæma þarma almennilega, stundum vegna tímaleysis eða af skömm ef þau eru til dæmis stödd í skóla eða leikskóla. Oft gleyma þau að tæma sig áður en þau fá sér að borða og það leiðir til þess að maturinn bragðast ekki jafn vel og ella. Öll þessi smáatriði skipta miklu máli fyrir líkamsþroska barna og ungmenna.


Birgitta Jónsdóttir Klasen