Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Liggja fjármunir grafnir hérna?
Sunnudagur 27. september 2009 kl. 10:57

Liggja fjármunir grafnir hérna?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víða á Reykjanesinu liggja gamlir járnahaugar frá gamalli tíð þegar ekki tíðkaðist að endurvinna neitt. Má þar nefna við Stapann þar sem í fjörunni liggja stórar bátavélar og stórir málmhlutir sem Ægir konungur hefur ekki náð að brjóta mélinu smærra, gömlu öskuhaugar Varnarliðsins sáluga(meðfylgjandi mynd),á Ásbrú,útí í miðri Miðnesheiðinni eru gamlir öskuhaugar, gömlu námurnar milli Garðs og Sandgerðis og víða. Í aðflugstefnu að Keflavíkurflugvelli fyrir flugbrautina 02-20 sést vel úr lofti þessi ómynd sem gömlu Varnarliðshaugarnir eru og einnig á Miðnesheiðinni sést í járnadrasl á víð og dreif.

Undirritaður vill gera stórátak í að endurvinna allt þetta járnadrasl, skapa með því verðmæti sem felast í því að brotajárnið verður að gjaldeyri, þetta skapar einhverjum aðilum störf og þetta bætir ímynd okkar í þeirri viðleitni að lifa í sátt við umhverfið.

Ég skora á alla opinbera aðila sem og annarra umsjónaraðila og landeigenda á Reykjanesi að skora á íslensk stjórnvöld að eitthvað að því fjármagni sem Varnarliðið skildi eftir til að hreinsa upp eftir sig mengun verði deilt út til þeirra aðila sem vilja virkilega gera góðverk.Það er því miður að nógu að taka í þessum málaflokki og ef til vill verður skrifað meira um önnur tækifæri sem bíða okkar í þeim málum seinna.Hérna er kjörið tækifæri til að byrja að skapa Reykjanesskaganum forystu í því að verða Umhverfisvænsta samfélag Íslands og þó víðar væri leitað.


Kær kveðja.

Tómas J. Knútsson formaður Bláa hersins