Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Lífrænn lífsstíll í skrefum
Laugardagur 2. október 2010 kl. 11:36

Lífrænn lífsstíll í skrefum

Að geta haft val um að kaupa matvöru lífræna í matvörubúð á Íslandi er nýjung. Það er því skiljanlegt að fólki finnist þessi kostur framandi. Margir hafa sagt við mig að þeir versli ekki lífrænar afurðir vegna þess að þeir skilja ekki hugmyndina á bak við lífrænt og að þessar vörur séu fyrir hippa.

Raunin er sú að lífrænt er ekki bara fyrir hippa. Það er líka fyrir fólk eins og mig og þig, sem gera kröfur um matinn sinn, vilja minnka inntöku eiturefna og setja heilsu fjölskyldunnar í fyrsta sæti. Það er líka fyrir fólk sem vill bragðmeiri mat, næringarríkari mat og jafnvel mat sem er framleiddur af mikilli ást og umhyggju fyrir náttúrunni, ólíkt þeirri framleiðslu sem er ríkjandi hjá stórfyrirtækjum út í heimi. Afhverju ættum við að þurfa að hugsa um þessa hluti? Það er vegna þess að nútímaræktun og framleiðsla á mat er að orðin náskyld Mcdonalds væðingunni, að framleiða sem mest á sem ódýrastan hátt sem einfaldlega bitnar á gæðunum sem svo í framhaldi bitnar jafnvel á okkar eigin heilsu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hugsjónin á bak við lífrænt nær fyrir endamörk alheimsins, en grunnurinn er mjög einfaldur.
Lífrænar afurðir eru framleiddar án eiturefna, tilbúins áburðar, lyfja og ónáttúrulegra aukaefna. Þær eru framleiddar í sátt við náttúruna og umhverfið og eru að sjálfsögðu ekki erfðabreyttar. Hvað er lífrænn lífsstíll? Það er einfaldlega lífsstíll sem allir geta tileinkað sér á einn eða annan hátt. Lífrænn lífsstíll getur verið allt frá því að velja nokkrar lífrænar grunnvörur, yfir í það að lifa lífsstílnum til fulls. Með því að velja lífrænt ert þú að setja heilbrigði fjölskyldunnar í fyrsta sæti. Við erum svo heppin á Suðurnesjum að hér er verslun sem sinnir þessum þörfum okkar vel og af kostgæfni.

Í Nettó fæst úrval lífrænna afurða sem bera hæstu gæðastimpla. Á tveggja vikna fresti eru kynntar þar nýjungar í endahillu heilsuhornsins sem gefur þér og þínum tækifæri á að kynnast lífrænum vörum á afslætti. Einmitt þessa vikuna er þar áhersla lögð á Lífrænan lífsstíl, þar sem þú getur kynnt þér fyrstu skrefin og verslað lífrænar grunnvörur. Fólki hefur aldrei áður verið jafn umhugað um gæði þess matar sem það neytir. Ég verð að hrósa Reykjanesbæ fyrir frábært framtak. Heilsuvika Reykjanesbæjar gæti verið fyrsta skrefið fyrir þig í átt að heilbrigðari lífsstíl. Með því að setja heilsuna í fyrsta sæti náum við markmiðum okkar enn frekar. Andleg og líkamleg líðan sem skiptir okkur öllu máli.


Með lífrænni kveðju,
Sirrý Svöludóttir