Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Sunnudagur 27. júlí 2003 kl. 23:50

Lifandi laugardagur kominn til að vera

Við aðstandendur “Lifandi laugardags” sem haldin var síðustu helgi, viljum þakka þeim sem hjálpuðu okkur að gera þennan dag eins skemmtilegan og hann í raun varð. Það er í merkilegt hvað vel tiltókst þegar litið er til stutts undirbúnings og lítillar kynningar, en það sýnir okkur kannski vel, hvað er hægt að gera ef viljinn er fyrir hendi.Það var fjölmargt sem bar fyrir augu og var til skemmtunar. Við fengum að sjá glæsilega fornbíla, vígalega jeppa, og tvo kraftmikla keppnis-torfærubíla í nærmynd, og ekki má gleyma mótorhjólunum sem heilluðu unga sem aldna. Björgunarsveitin sýndi glæsilegan bílaflota sinn og stórkostlegt listflug kórónaði daginn. Listamenn, handverksfólk, og einn víkingur voru á svæðinu og svo hundruð ánægðra bæjarbúa, og eitt stykki ánægður Bæjarstjóri. Lífstílsdagurinn sem í raun var kveikjan af öllum herlegheitunum tókst frábærlega. Daginn tileinkaði Lífstíll krabbameinsjúkum börnum, og var söfnun þeim til handa allan daginn, það framtak eigenda Lífstíls ber sérstaklega að lofa.

Við sem stóðum að þessum degi viljum þakka öllum sem komu að þessu. Bíla og mótorhjólaeigendum, björgunarsveitinni, lista og handverksfólkinu, víkingnum og veðurguðunum. Sérstaklega viljum við þakka blöðunum fyrir, en þegar þessi hugmynd kom upp, var hringt í bæði staðarblöðin hérna og þeim tjáð að þau yrðu að auglýsa þetta en við hefðum enga peninga til að borga fyrir þá kynningu. Svarið frá báðum blöðunum var, “sjálfsagt, komið bara með það sem þið viljið að við birtum, og við tökum þátt”. Síðast en ekki síst viljum við þakka öllum þeim bæjarbúum sem lögðu leið sína niður í bæ, og gerðu þennan dag svona skemmtilegan.

Í ljósi þeirra viðbragða sem við höfum fengið er alveg öruggt að framhald verður á því að vera með lifandi laugardaga hér í Reykjanesbæ.
Það var margt sem betur mátti fara síðastliðin laugardag, en við erum stolt af því hvernig tiltókst og við munum læra af þessu, og festa slíka daga í dagskrá yfir allt árið. T.d. er hugmynd að vera með mun stærri bílasýningu á næsta ári á sama tíma og Suðurnesja-rallið endar hér í bænum en það er í maí. Körfubolta-dag í tengslum við Samkaupsmótið, sem dregur að hundruð gesta, og margt margt fleira. Það er ætlun okkar að vera með lifandi daga hér í bænum reglulega yfir árið, og vonumst við eftir að sem flestir leggi okkur lið í því. Með þeim dögum og svo Ljósanótt, og Jóladögum í Reykjanesbæ, ættum við að geta gert góðan bæ betri.

Við sem stóðum að þessum degi, erum stolt af bænum okkar og sannfærð að hægt sé að gera skemmtilegar hluti hér í bæ. Til að halda áfram á sömu braut viljum við hvetja alla sem áhuga hafa á að skapa betri bæ, að senda okkur tölvupóst á bráðabirgða netfangið okkar [email protected] Allar hugmyndir, og ábendingar um eru vel þegnar.

Næsti stórviðburður hér í bænum er hin skemmtilega Steinþórsnótt, eða Ljósanótt eins og hún er betur þekkt, og viljum við hvetja sem flesta að gera sér glaða daga hér í bænum, og taka með sér gesti, til að sýna sem flestum hvað þetta er skemmtilegur bær sem við búum í.

Bestu kveðjur til allra bæjarbúa, fyrir hönd undirbúningsnefndar.

Rúnar Ingi Hannah
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024