Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Liðstyrkur- átak til atvinnu 2013
Mánudagur 14. janúar 2013 kl. 09:40

Liðstyrkur- átak til atvinnu 2013

Hvað er Liðstyrkur? Fyrir hverja?

Liðstyrkur er sameiginlegt átaksverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga, SA,  ASÍ, BSRB, BHM og ríkisins,  til stuðnings þeim atvinnuleitendum sem eru að tæma bótarétt sinn eða tæmdu  bótarétt sinn eftir 1. september 2012.  

Gert er ráð fyrir því að um 185 manns á Suðurnesjum séu í þeim hópi sem geta sótt um þátttöku í þessu verkefni nú þegar. Vinnumálastofnun hefur þegar sent út tölvupóst til hlutaðeigandi aðila.
Skv. átakinu mun enginn falla af bótum án þess að verða fyrst boðið starf eða starfsendurhæfing. Öllum atvinnuleitendum í þessum hópi verður boðið upp á greiningar- og ráðgjafaviðtal hjá Vinnumálastofnun eða Starfi, þar sem starfshæfni þeirra er metin.

Hvernig úrræði?
Úrræðin sem eru í boði skiptast upp eftir því hversu lengi viðkomandi þátttakandi hefur verið á atvinnuleysisbótum og hvernig vinnufærni viðkomandi er. Það er mikilvægt að allir hlutaðeigandi skoði sína möguleika og skrái sig til þátttöku í verkefninu.  Þeim sem þurfa á starfsendurhæfingu að halda til að efla vinnufærni sína á að  tryggja tilboð um starfsendurhæfingu og endurhæfingarstyrk til allt að 6 mánaða sem Atvinnuleysistryggingasjóður greiðir.

Hér á eftir eru rakin þau úrræði sem þátttakendum stendur til boða.

1. Biðstyrkur. Þeir atvinnuleitendur sem hafa verið 36 - 41 mánuð á atvinnuleysisbótum eiga þegar að hafa fengið boð um þátttöku í verkefninu og geta fram til 15. janúar sótt um sk. biðstyrk,  þ.e. framfærslustyrk sem greiðist í allt að 6 mánuði eftir því hvað umsækjandi er búinn að nýta mikið af þessu 36 – 41 mánaða bótatímabili.

2. Liðstyrkur.  Þeir atvinnuleitendur sem hafa fullnýtt bótarétt sinn frá 1. september 2012 eiga allir rétt til þátttöku í verkefninu og fá þar með aðgengi að 6 mánaða starfi sem samstarfsaðilar í þessu verkefni skapa fyrir þátttakendur. Þátttakendur verða að staðfesta skráningu sína í Liðstyrk á vef Vinnumálastofnunar og eru í framhaldi boðaðir í viðtal hjá Vinnumálastofnun eða Starfi eftir því sem við á. Í viðtalinu er staða atvinnuleitanda m.t.t. vinnufærni greind og næstu skef ákveðin:  

a. Sé atvinnuleitandi vinnufær leitar vinnumiðlun í framhaldi að starfi í sérstökum starfabanka verkefnisins.  Atvinnuleitandi er í framhaldinu boðaður í  viðtal hjá atvinnurekanda sem er ábyrgðarmaður starfsins og tekur ákvörðun um ráðningu.

b. Sé atvinnuleitandi talinn þurfa á starfsendurhæfingu að halda til að undirbúa sig undir þátttöku á atvinnumarkaði fær hann tilboð um starfsendurhæfingu hjá Virk og endurhæfingarstyrk greiddan í allt að 6 mánuði frá Atvinnuleysistryggingasjóði.

Það er mikilvægt að allir þeir sem fullnýtt hafa bótarétt sinn hjá Vinnumálastofnun eða fullnýta bótarétt sinn á þessu ári, skoði rétt sinn til þátttöku í þessu verkefni og staðfesti áhuga sinn á þátttöku á vef Vinnumálastofnunar.

Það er sérstaklega mikilvægt að þeir sem eiga rétt á biðstyrk sæki um hann fyrir 15. janúar nk.

Hera Ósk Einarsdóttir
félagsráðgjafi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024