Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Liðsauki í Heilsueflingu
Mánudagur 15. janúar 2007 kl. 12:11

Liðsauki í Heilsueflingu

Vinnuvernd ehf. hefur tekið ákvörðun um að koma til liðs við verkefnið "Heilsuefling á Suðurnesjum" og fagnar því sérstaklega að Hjartaheill skuli koma slíku vekefni á laggirnar.
Vinnuvernd ehf. er þjónustufyrirtæki á sviði vinnu- og heilsuverndar og á vegum fyrirtækisins starfa m.a. þrír læknar, þar af einn hjartasérfræðingur, og munu þeir m.a. koma að verkefninu fyrir hönd Vinnuverndar.

Vinnuvernd mun leggja áherslu á að framkvæma heilsufarsmælingar innan fyrirtækja á Suðurnesjum þar sem sérstök áhersla verður lögð á þá einstaklinga sem eru 40 ára eða eldri. Við hvetjum þó fyrirtæki til þess að bjóða öllum starfsmönnum þátttöku enda eru áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma oft til staðar áður en einkenni koma fram.

Sjúkrasjóðir Verslunarmannafélags Suðurnesja og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur munu styrkja sína félagsmenn til þátttöku.

Þær mælingar sem í boði eru eru BMI-stuðull, mittismál, kólesteról, blóðsykur og blóðþrýstingur. Þeim einstaklingum sem hafa frávik í þessum mælingum sem fylgja þarf eftir mun bjóðast ráðgjöf lækna Vinnuverndar.

Nánari upplýsingar og tímapantanir eru í sima 578-0800. Auk þess er hægt senda tölvupóst á [email protected]
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024