Leyniþjónustan
Mikið hefur verið rætt um starfrækslu leyniþjónustu á íslandi og ekki verður annað ráðið af umræðunni en að einhverskonar greiningadeild eða leyniþjónusta hafi verið starfandi hér frá því snemma á fjórða áratug síðustu aldar án þess að um hana hafi gilt nokkur lagarammi eða vitneskja hafi verið um hana nema hjá fáum útvöldum, innmúruðum og innvígðum Sjálfstæðismönnum.
Ég held að allir geri sér grein fyrir nauðsyn þess að starfrækja einhverskonar greiningardeild sem gætir að þjóðaröryggi og tryggir eins og hægt er öryggi íbúa, en það er algjörlega óviðunandi að slík starfssemi sé í gangi án skýrra lagafyrirmæla og algjörlega fráleitt að hún sé á forræði eða undir stjórn eins stjórnmálaflokks.
Erfitt er að álykta öðruvísi, út frá umræðunni eins og hún hefur verið, en að leyniþjónusta sé starfrækt enn þann dag í dag án allra heimilda. Sjálfstæðismenn í ríkistjórn og á þingi reyna að fremsta megni að eyða umræðunni eða snúa algjörlega út úr, þegar þeir standa frammi fyrir spurningum um starfssemina og reyna meira að segja að slá umræðunni upp í grín.
Við sem erum í stjórnarandstöðu höfum enga vitneskju um leyniþjónustu Sjálfstæðisflokksins sem enn virðist starfandi og það sama gildir um fyrrum ráðherra annarra flokka en Sjálfstæðisflokks, þeir vita ekkert um tilvist hennar fyrr eða nú.
Starfsmenn sem hafa starfað að þessum málum án þess að skýr lagaheimild sé fyrir starfi þeirra hljóta að velta fyrir sér hver þeirra staða er í málinu og ég á bágt með að trúa því að þeir hafi vitað um að starf þeirra væri innt af hendi án þess að ráðamenn þjóðarinnar, utan Sjálfstæðisflokks, hefðu um það vitneskju. Mér sýnist að eini möguleikinn til þess að þessi starfssemi komi upp á yfirborðið sé að einhver heiðvirður starfsmaður leyniþjónustunnar eða greiningardeildarinnar sem nú er starfsrækt geri stjórnarandstöðunni grein fyrir því hvað um er að vera. Aðeins þannig er von til þess að umræðan komist á vitrænt plan og upplýst umræða leiði til farsællar lagasetningar um málið.
Jón Gunnarsson
alþingismaður
Ég held að allir geri sér grein fyrir nauðsyn þess að starfrækja einhverskonar greiningardeild sem gætir að þjóðaröryggi og tryggir eins og hægt er öryggi íbúa, en það er algjörlega óviðunandi að slík starfssemi sé í gangi án skýrra lagafyrirmæla og algjörlega fráleitt að hún sé á forræði eða undir stjórn eins stjórnmálaflokks.
Erfitt er að álykta öðruvísi, út frá umræðunni eins og hún hefur verið, en að leyniþjónusta sé starfrækt enn þann dag í dag án allra heimilda. Sjálfstæðismenn í ríkistjórn og á þingi reyna að fremsta megni að eyða umræðunni eða snúa algjörlega út úr, þegar þeir standa frammi fyrir spurningum um starfssemina og reyna meira að segja að slá umræðunni upp í grín.
Við sem erum í stjórnarandstöðu höfum enga vitneskju um leyniþjónustu Sjálfstæðisflokksins sem enn virðist starfandi og það sama gildir um fyrrum ráðherra annarra flokka en Sjálfstæðisflokks, þeir vita ekkert um tilvist hennar fyrr eða nú.
Starfsmenn sem hafa starfað að þessum málum án þess að skýr lagaheimild sé fyrir starfi þeirra hljóta að velta fyrir sér hver þeirra staða er í málinu og ég á bágt með að trúa því að þeir hafi vitað um að starf þeirra væri innt af hendi án þess að ráðamenn þjóðarinnar, utan Sjálfstæðisflokks, hefðu um það vitneskju. Mér sýnist að eini möguleikinn til þess að þessi starfssemi komi upp á yfirborðið sé að einhver heiðvirður starfsmaður leyniþjónustunnar eða greiningardeildarinnar sem nú er starfsrækt geri stjórnarandstöðunni grein fyrir því hvað um er að vera. Aðeins þannig er von til þess að umræðan komist á vitrænt plan og upplýst umræða leiði til farsællar lagasetningar um málið.
Jón Gunnarsson
alþingismaður