Létt ræðumennsku-námskeið
Langar þig að losna undan feimni og verða sjálfsöruggari? Viltu að þér gangi betur að tjá þig í margmenni? Nú fara bráðum af stað létt ræðumennsku námskeið fyrir fullorðna hjá MSS og Púlsinum. Samstarf þessara aðila tókst mjög vel sl.vor og þátttakendur af síðasta námskeiði voru hæstánægðir með árangur sinn.
Marta Eiríksdóttir leiðir þessi námskeið en þau verða tvö að þessu sinni, annað er fyrir byrjendur og kallast Út úr skelinni en hitt kallast Rökræður og er hugsað fyrir þá sem eru ekkert sérstaklega feimnir en vilja efla sig á sviði ræðulistar og einnig í skrifum.
Bæði námskeiðin eru kennd á aðgengilegan hátt, með léttum æfingum og jákvæðum uppbyggilegum umræðum. Þátttakendur af síðasta námskeiði höfðu orð á því að námskeiðið hefði skilað sér í meiri jákvæðni og sjálfstyrkingu bæði í einkalífi og starfi. Svo er þetta líka bara svo gaman að hittast svona að kvöldi, hlæja og hafa gaman en um leið er verið að læra eitthvað nýtt og sigrast á eigin feimni og ótta.
Allir öðlast meira hugrekki til að standa upp og tjá sig.
Nú er rétta tækifærið fyrir þig til að skella þér á hressilegt sjálfsræktarnámskeið, gera eitthvað gott fyrir þig. Ekki hika - vertu með! Skráning er hafin hjá Miðstöð símenntunar í síma 421 7500 og einnig hjá Púlsinum á netinu www.pulsinn.is ef þú vilt skrá þig þannig. Þetta eru ekki stórir hópar. Tryggðu þér pláss!
Bestu þakkir og kveðjur,
Marta Eiríksdóttir
gsm: 848 5366
www.pulsinn.is
Marta Eiríksdóttir leiðir þessi námskeið en þau verða tvö að þessu sinni, annað er fyrir byrjendur og kallast Út úr skelinni en hitt kallast Rökræður og er hugsað fyrir þá sem eru ekkert sérstaklega feimnir en vilja efla sig á sviði ræðulistar og einnig í skrifum.
Bæði námskeiðin eru kennd á aðgengilegan hátt, með léttum æfingum og jákvæðum uppbyggilegum umræðum. Þátttakendur af síðasta námskeiði höfðu orð á því að námskeiðið hefði skilað sér í meiri jákvæðni og sjálfstyrkingu bæði í einkalífi og starfi. Svo er þetta líka bara svo gaman að hittast svona að kvöldi, hlæja og hafa gaman en um leið er verið að læra eitthvað nýtt og sigrast á eigin feimni og ótta.
Allir öðlast meira hugrekki til að standa upp og tjá sig.
Nú er rétta tækifærið fyrir þig til að skella þér á hressilegt sjálfsræktarnámskeið, gera eitthvað gott fyrir þig. Ekki hika - vertu með! Skráning er hafin hjá Miðstöð símenntunar í síma 421 7500 og einnig hjá Púlsinum á netinu www.pulsinn.is ef þú vilt skrá þig þannig. Þetta eru ekki stórir hópar. Tryggðu þér pláss!
Bestu þakkir og kveðjur,
Marta Eiríksdóttir
gsm: 848 5366
www.pulsinn.is