Leikskólagjöld og aftur leikskólagjöld
Þannig var að ég fór á fund sem haldin var mánudagin 19. janúar síðastliðinn í Njarðvíkurskóla, þar sem samankomnir voru íbúar þessa bæjar og foreldrar leikskólabarna. Tilgangur þessarar samkomu var sá að mótmæla þeim hækkunum sem dunið hafa á foreldrum leikskólabarna. Mæting á fundinn var með ágætum þó að ég hefði viljað sjá fleiri, og þá sérstaklega fleiri karlmenn. En þeir eru oftast víðsfjarri þegar kemur að málefnum er varða blessuð börnin. En það er annað mál. Þegar fundurinn var settur var varpað fram spurningum fyrir hönd foreldrafélaga leikskólanna. Þar á eftir tók virðulegi bæjarstjóri til máls. Áður en Árni gat svarað þessum spurningum sá hann sig knúinn til þess að halda fyrilestur með aðstoð nýjustu tölvutækni. Þar sýndi hann fram á í hversu frábæru bæjarfélagi við búum í. Að hér séu svo góðir leikskólar, grunnskólar, frístundaskólar, fríar ferðir með strætó ofl.ofl. Ég er ekki að segja að það sé rangt hjá honum að hlutirnir séu þannig. Það hins vegar kemur þessu máli bara ekkert við. Þessi hækkun kemur það mikið við fjárhaginn hjá þeim sem minnst mega að það verður ekki afsakað með að benda á eitthvað annað sem er vel gert. Ef einhver er góður í reikningi, er þá í lagi að vera lélegur í Íslensku? Árni má þó eiga það að hann svaraði flest öllum spurningunum mjög vel og stóð ágætlega fyrir sínu máli. Á eftir fengu svo foreldrar utan úr sal að leggja spurningar fyrir bæjarstjórann. Þar kom Árni einnig vel fyrir og svaraði flestum spurningu af prýði. Það kom samt ýmislegt í ljós þegar málin voru rædd sem greinilega hefur ekki verið hugsað nægilega vel fyrir. Það er nefnilega þannig að þó að við séum, eftir þessa hækkun á leikskólagjöldum, að greiða svipað grunngjald í krónutölu og annarstaðar, þá á það ekki við nema í einu tilviki. Gjaldið á eingöngu við þegar foreldrar sem skráðir eru í sambúð eða eru giftir eru með eitt barn á leikskóla. Þegar við komum að umfram niðurgreiðslum fyrir annað og þriðja barn á leikskóla þá erum við ekkert í svo góðum málum. Þegar við komum að námsmönnum þá er engin auka niðurgreiðsla fyrr en báðir foreldrar eru í 100% námi. Öryrkjar fá enga auka niðurgreiðslu. Við eru ekki að standa okkur vel. Máli mínu til stuðnings læt ég hér fylgja nokkrar tölur og staðreyndir sem ég fékk á vef Reykjavíkurborgar og Reykjanesbæjar. Það er athyglisvert að bera þessar tölur saman.
Gjaldflokkur I |
Giftir foreldrar eða fólk í sambúð. |
Gjaldflokku II |
Foreldrar þar sem annar er í námi eða annað foreldri er öryrki |
Gjaldflokkur III |
Foreldrar sem eru báðir í námi, foreldrar sem báðir eru öryrkjar og starfsfólk leikskóla Reykjavíkur. |
Systkinaafsláttur er 33% með 2. barni og 75% með 3. barni. | |||
Leikskólagjöld Reykjavíkuborgar | |||
Vistunartími.klst. |
Gjaldflokkur I |
Gjaldflokkur II |
Gjaldflokkur III |
8 |
27.900 |
21.100 |
14.400 |
Niðurgreiðslur til dagmæðra Reykjavíkuborgar | |||
8 |
13.200 |
16.800 |
24.800 |
Ef við skoðum hvernig þessir þrír gjaldflokkar koma út hjá Reykjanesbæ og allar forsendur séu þær sömu hvað varðar flokkana eru leikskólagjöld og dagmæðravistun töluvert dýrari hér auk þess sem systkynaafsláttur er mun minni.
Gjaldskrá Reykjanesbæjar:
Systkinaafsláttur er 25% með 2. barni og 50% með 3.barni | |||
Leikskólagjöld í Reykjanesbæ | |||
8 |
27.000 |
27.000 |
21.800 |
Niðurgreiðslur til dagmæðra Reykjanesbæjar | |||
8 |
11.000 |
11.000 |
11.000 |
Við þennan samanburð má sjá að gjaldskrá Reykjanesbæjar er heldur fábrotin og nær yfir einsleitan hóp. Hún tekur ekki tillit til mismunandi aðstæðna fólks og þjónar ekki þeim sem hafa minna á milli handanna. Það að bera saman einhverjar grunntölur sveitarfélaga er ekki nóg. Til þess að sjá raunveruleikann þarf að skoða heildarmyndina. Þær hækkanir sem að komu núna eru algjörlega óverjanlegar þegar að hlutirnir eru skoðaðir í þessu ljósi. Tölurnar hér að ofan tala sínu máli. Það þarf engan snilling til þess að reikna það út að fólk sem að er í námi, öryrkjar, einstæðir foreldrar og foreldrar með fleiri en eitt barn í vistun eru ekki í neinu sérstöku uppáhaldi hjá meirihluta bæjarstjórnar. Að lokum langar mig að skora á meirhluta bæjarstjórnar að endurskoða sína stefnu hvað varðar leikskólamál í heild og bera hag allra jafnt fyrir brjósti.
Víðir Guðmunsson, námsmaður