Leikskólagjöld í Reykjanesbæ
Guðbrandur Einarsson fulltrúi í Fjölskyldu- og félagsmálaráði gerði að umræðuefni vistunarkostnað á leikskólum Reykjanesbæjar og samanburð við önnur sveitarfélög.Samanburðartafla sem lögð var fram í bæjarráði og vísað er til, greinir frá vistunarkostnaði foreldra.
Mjög mismunandi reglur gilda í sveitarfélögum hvað stóran hlut foreldrar eiga að geiða af rekstrarkostnaði og hvað stóran hlut aðrir skattgreiðendur eiga að greiða í rekstri leikskóla í bæjarfélaginu.
Fæðiskostnaður
Árið 1996-1997 var samþykkt í bæjarstjórn Reykjanesbæjar að allir sem fá mat í leikskólamötuneytum hjá Reykjanesbæ greiði fyrir það hráefni sem þeir neyta.
Á grundvelli jafnræðisreglu stjórnsýslulaganna greiða allir aðrir sem fá mat í mötuneytum Reykjanesbæjar fyrir það hráefni sem þeir neyta.
Hér er átt við börn í grunnskólum, kennara og aðra starfsmenn skóla, starfsmenn Áhaldahúss og fl. Enginn afsláttur er veittur af þessum þætti.
Reykjanesbær greiðir allan annann kostnað af matreiðslu og framreiðslu hvort sem eldað er í eigin mötuneyti eða maturinn keyptur að.
Vistunarkostnaður
Grunngjald hjá leikskólum Reykjanesbæjar er tiltölulega lágt.
Afslátt með einu barni fá einstæðir foreldrar. Afslátt af vistun tveggja, þriggja og fjögurra barna fá allir foreldrar. Um aðra afslætti er ekki að ræða.
Nú má spyrja hvert er eðlilegt gjald foreldra fyrir vistun barna?
Hér á eftir er gerð grein fyrir kostnaðarþáttum foreldra annarsvegar og bæjarsjóðs hinsvegar í vistun á leikskólum; áætlun 2002. Það skal sérstaklega tekið fram að kostnaður við hráefniskaup eða sölu er ekki inni í tölunum.
Áætlaður meðaltals rekstrarkostnaður allra leikskóla á barn á árinu 2002 er kr. 490.000,-.
Bent er á gjaldskrá leikskólanna á heimasíðu Reykjanesbæjar www.rnb.is
1 barn 8 klst. vistun 490.000,- kr.
Hlutur foreldra á ári 175.560,- kr.
Hlutur Reykjanesbæjar 314.440,- kr.
2 börn 8 klst. vistun 980.000,- kr.
Hlutur foreldra á ári 307.230,- kr.
Hlutur Reykjanesbæjar 672.770,- kr.
3 börn 8 klst. vistun 1.470.000,- kr.
Hlutur foreldra á ári 412.556,- kr.
Hlutur Reykjanesbæjar 1.057.444,- kr.
4 börn 8 klst. vistun 1.960.000,- kr.
Hlutur foreldra á ári 517.900,- kr.
Hlutur Reykjanesbæjar 1.442.100,- kr.
Eins og sést af ofangreidum tölum er enginn einn sannleikur hvernig skipta á kostnaði. Það er ákvörðun bæjaryfirvalda hverju sinni.
Ellert Eiríksson
Bæjarstjóri
Mjög mismunandi reglur gilda í sveitarfélögum hvað stóran hlut foreldrar eiga að geiða af rekstrarkostnaði og hvað stóran hlut aðrir skattgreiðendur eiga að greiða í rekstri leikskóla í bæjarfélaginu.
Fæðiskostnaður
Árið 1996-1997 var samþykkt í bæjarstjórn Reykjanesbæjar að allir sem fá mat í leikskólamötuneytum hjá Reykjanesbæ greiði fyrir það hráefni sem þeir neyta.
Á grundvelli jafnræðisreglu stjórnsýslulaganna greiða allir aðrir sem fá mat í mötuneytum Reykjanesbæjar fyrir það hráefni sem þeir neyta.
Hér er átt við börn í grunnskólum, kennara og aðra starfsmenn skóla, starfsmenn Áhaldahúss og fl. Enginn afsláttur er veittur af þessum þætti.
Reykjanesbær greiðir allan annann kostnað af matreiðslu og framreiðslu hvort sem eldað er í eigin mötuneyti eða maturinn keyptur að.
Vistunarkostnaður
Grunngjald hjá leikskólum Reykjanesbæjar er tiltölulega lágt.
Afslátt með einu barni fá einstæðir foreldrar. Afslátt af vistun tveggja, þriggja og fjögurra barna fá allir foreldrar. Um aðra afslætti er ekki að ræða.
Nú má spyrja hvert er eðlilegt gjald foreldra fyrir vistun barna?
Hér á eftir er gerð grein fyrir kostnaðarþáttum foreldra annarsvegar og bæjarsjóðs hinsvegar í vistun á leikskólum; áætlun 2002. Það skal sérstaklega tekið fram að kostnaður við hráefniskaup eða sölu er ekki inni í tölunum.
Áætlaður meðaltals rekstrarkostnaður allra leikskóla á barn á árinu 2002 er kr. 490.000,-.
Bent er á gjaldskrá leikskólanna á heimasíðu Reykjanesbæjar www.rnb.is
1 barn 8 klst. vistun 490.000,- kr.
Hlutur foreldra á ári 175.560,- kr.
Hlutur Reykjanesbæjar 314.440,- kr.
2 börn 8 klst. vistun 980.000,- kr.
Hlutur foreldra á ári 307.230,- kr.
Hlutur Reykjanesbæjar 672.770,- kr.
3 börn 8 klst. vistun 1.470.000,- kr.
Hlutur foreldra á ári 412.556,- kr.
Hlutur Reykjanesbæjar 1.057.444,- kr.
4 börn 8 klst. vistun 1.960.000,- kr.
Hlutur foreldra á ári 517.900,- kr.
Hlutur Reykjanesbæjar 1.442.100,- kr.
Eins og sést af ofangreidum tölum er enginn einn sannleikur hvernig skipta á kostnaði. Það er ákvörðun bæjaryfirvalda hverju sinni.
Ellert Eiríksson
Bæjarstjóri