Leiðrétting: Ráðuneytið hefur ekki synjað Skurðstofum Suðurnesja
Að gefnu tilefni er hér með gerð athugasemd við grein þar sem vísað er í viðtal vil mig um höfnun heilbrigðisráðuneytis á útleigu á Skurðstofum Suðurnesja. Þetta viðtal átti sér aldrei stað. Hið rétta er að framkvæmdarstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hefur tilkynnt forsvarsmönnum tilvonandi félags um rekstur á skurðstofum HSS að erindi þeirra hafi verið vísað áfram til heilbrigðisráðuneytis til frekari umsagnar.
Undirrituð átti ágætan fund með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins í dag og hefur ekki fengið neina formlega synjun umsóknarinnar frá heilbrigðisráðuneytinu heldur er málið í athugun og skoðun. Málið er í upphafsferli.
Adda Sigurjónsdóttir
Athugasemd
Víkurfréttir vitnuðu í frétt hér á vf.is í dag til samskipta milli Öddu Sigurjónsdóttur sem fer fyrir óstofnuðu félagi um rekstur skurðstofa Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Sigríðar Snæbjörnsdóttur, framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Leiðrétting var gerð á fréttinni eftir að hún var kominn inn á netið og við leiðréttinguna var tilvitnun ranglega eignuð Öddu Sigurjónsdóttur.
Í fréttinni í dag var vitnað til tölvupóstsamskipta milli Öddu og Sigríðar. Svo virðist sem tölvupóstur milli þeirra tveggja hafi ratað til Víkurfrétta fyrir slysni. Viðræður milli aðila um rekstur á skurðstofum HSS er á viðkvæmu stigi og ekki var það ætlun vf.is að spilla þeim viðræðum. Víkurfréttir biðja því Öddu Sigurjónsdóttur afsökunar á því að hafa eignað henni ummæli fyrir mistök í umræddri frétt.
Fréttin var ótímabær og byggði á gögnum sem ekki voru ætluð blaðamanni og hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á óþægindum sem fréttin kann að hafa valdið. Fréttin hefur því verið gerð óvirk í fréttakerfi vf.is. Víkurfréttir hafa formlega óskað eftir viðbrögðum heilbrigðisráðuneytisins við hugmyndum um fyrirhugaðan rekstur Skurðstofa Suðurnesja ehf. Svar hefur ekki borist.