Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Leiðrétting frá Steinþóri Jónssyni
Fimmtudagur 27. janúar 2011 kl. 21:00

Leiðrétting frá Steinþóri Jónssyni

Vegna fréttar nú í kvöld í Ríkissjónvarpinu vill undirritaður koma eftirfarandi leiðréttingu á framfæri vegna framsetningar fréttar mér tengdri. Umrædd lán eru vegna félaga í eigu fjölmargra einstaklinga og fyrirtækja og ekki mín persónulega.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Félög í dreifðu eignarhaldi keyptu í Icebank. Félögin greiddu 1/3 með eigin fé en 2/3 voru fjármagnaðir með seljendaláni með tryggingu í bankanum sjálfum. Við eðlilegar aðstæður hefðu 2/3 kaupverðs staðið fullkomlega sem trygging fyrir hinu selda enda lánveitendur, og um leið seljendur bankans, bestir í stakk búnir til að meta það.

Þá hefur óvægin umræða um félag sem tólf öflug fyrirtæki hér á Suðurnesjum stofnuðu til að búa til ný tækifæri við brotthvarf hersins verið eignað mér að fullu. Minn hlutur var átta prósent í félaginu og lánið að fullu tryggt í fasteignunum.

27. janúar 2011.

Steinþór Jónsson