Leiðrétting
Varðandi bréf sem birtist í Víkurfréttum í síðustu viku undir titlinum : “Íþróttaakademían á villigötum varðandi næringarfræði” vill undirritaður koma eftirfarandi á framfæri. Undirritaður gerði þau regin mistök að leita ekki eftir samþykki um undirskrift samnefndarmanna vegna kaflans sem fjallaði um Íþróttaakademíuna. Reyndar fékk hann einn nefndarmanna til að lesa kaflann yfir og sá gerði engar athugasemdir við efnistök. Engu að síður er það kristaltært að undirritaður gerði sig sekan um ófagleg vinnubrögð sem hann að sjálfsögðu tekur fulla ábyrgð á og biðst á því afsökunar. Það er því ljóst að kaflinn sem fjallar um Íþróttaakademíuna er alfarið á hans ábyrgð!
Undirritaður vill biðja Víkurfréttir góðfúslega að birta leiðréttingu þessa um leið og hann óskar að sjálfsögðu Íþróttaakademíunni alls góðs enda veit hann að þar fer fram gott starf þó hann telji ekki eðlilegt að Íþróttaakademían, sem er skóli á háskólastigi, sé að leggja nafn sitt við næringartengda fyrirlestra eða námskeið í umsjón aðila sem hafa enga háskólamenntun eða faglega þekkingu að baki sér í næringarfræði.
Ólafur G. Sæmundsson, næringarfræðingur
Undirritaður vill biðja Víkurfréttir góðfúslega að birta leiðréttingu þessa um leið og hann óskar að sjálfsögðu Íþróttaakademíunni alls góðs enda veit hann að þar fer fram gott starf þó hann telji ekki eðlilegt að Íþróttaakademían, sem er skóli á háskólastigi, sé að leggja nafn sitt við næringartengda fyrirlestra eða námskeið í umsjón aðila sem hafa enga háskólamenntun eða faglega þekkingu að baki sér í næringarfræði.
Ólafur G. Sæmundsson, næringarfræðingur