Lausnargjald krafist fyrir heimilisköttinn
Það má með sanni segja að 24. janúar hafi verið óheilla dagur eins og spáð var. Það var hringt á heimili mitt þennan dag frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja og tilkynnt að búið væri að handsama heimilisköttinn og lausnargjald krafist kr. 22.700 og að auki kr. 4.500 fyrir örmerkingu samtals 27.200 að öðrum kosti yrði kötturinn aflífaður. Mikið fát kom á heimilisfólkið og góð ráð dýr enda er hann orðinn hluti af fjölskyldunni orðinn tveggja og háls árs, ljúfur og góður. Úr varð að lausnargjaldið var greitt og hann færður heim. Ekki get ég séð að hann hafi þroskast mikið við þessa raun og fer sínar leiðir út og inn eftir sem áður örmerktur og skráður. Það er greinileg stefna hjá Reykjanesbæ að útrýma öllu kattarhaldi í bænum, þar sem um 70 kettir hafa þegar verið aflífaðir frá því að gjaldskylda var tekin upp að sögn starfsmanns hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Fólki bregður við að heyra þessa upphæðir, sem nefndar eru og lætur því aflífa kettina frekar en greiða uppsett lausnargjald. Stefna Reykjanesbæjar er greinileg að fólk fái sér smáhund í stað katta enda er lúkkið fínna að þeirra mati.
Argur kattareiandi.
Myndin: Kisan á myndinni tengist ekki efni bréfsins.