Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Látum verkin tala
Föstudagur 28. maí 2021 kl. 14:15

Látum verkin tala

Núna fer að líða að kjördegi í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi.

Ég er í framboði og tel mig hafa sýnt það í verki að mér er annt um svæðið og tel mig geta nýtt krafta mína á Alþingi Íslendinga, með ykkar umboði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þið þekkið mig eflaust flest í gegnum Stopp hingað og ekki lengra en við stofnuðum þann hóp til að berjast fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Í dag er hópurinn ennþá mjög virkur og með 17.000 fylgjendur. Þar erum við enn að berjast fyrir ýmsum hagsmunamálum okkar Suðurnesjamanna eins og t.d. að klára tvöföldun á Reykjanesbrautinni, leggja Suðurnesjalínu 2 og viljum betri heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum.

Við Elsa þekkjum það af eigin raun hversu erfitt það er að vera ekki með öfluga heilbrigðisþjónustu. Til dæmis þegar tvær dætur okkar fæddust þurftum við að keyra með látum til Reykjavíkur vegna þess að fæðingardeildin var í sumarfríi eða skurðstofan lokuð.

Þetta er bara eitt dæmi um upplifun okkar Suðurnesjamanna af heilbrigðisþjónustunni. Það er ekki boðlegt að mörg þúsund Suðurnesjamanna skuli sjá sig knúna til að skrá sig á heilsugæslur í Reykjavík. Við þurfum aðra heilsugæslu núna!

Allir geta tekið þátt í prófkjörinu hjá Sjálfstæðisflokknum sem er á laugardaginn næstkomandi. Ég bið um ykkar stuðning og hvet ykkur öll til að taka þátt í prófkjörinu og hafa áhrif á það hverjir eru fulltrúar okkar svæðis.

Látum verkin tala!

Guðbergur Reynisson
Höfundur er frambjóðandi í þriðja sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi.