Latneskt nafn á barnaskóla í Innri-Njarðvík?
Í fréttatilkynningu á heimasíðu Reykjanesbæjar segir að nefna eigi nýjan barnaskóla Thorchilliusskóla og að bæjarstjóra hafi verið falið að ganga frá samningum um leigu á skólanum. Í fundargerð bæjarráðs er hann skrifaður Thorkilliskóli, og tveimur dögum síðar Thorkilli-skóli í Morgunblaðinu. Fjölbreytt stafsetning þeirra sem best þekkja vekur athygli en líklegt er að fleiri útgáfur eigi eftir að sjást, því þetta sérnafn er sennilega flestum Íslendingum framandi.
Barnaskóli á Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd var nefndur Thorkilliiskóli. Það vita fáir, enda er ekkert sem bendir til að nafngiftin hafi gefist vel. Ef vel er rýnt í kort af Reykjanesbæ sést að í Innri – Njarðvík er gata nefnd Thorkelligata og við þessa götu er minnismerki um Jón Þorkelsson.
Jón var fæddur í Innri - Njarðvík og var einkabarn Þorkels Jónssonar og Ljótunnar Sigurðardóttur. Foreldrar hans efnuðust vel og Jón sem aldrei giftist fór vel með arfinn og bætti við hann af launum sem hann aflaði með ævistarfi sínu. Skömmu áður en hann dó, 5. maí 1759, gaf hann allar eigur sínar til stofnunar heimavistarskóla til menntunar og uppeldis fátækustu börnum í Kjalarnesþingi.
Jón átti til að skrifa nafnið sitt og eftirnafn með ýmsum hætti. Í bók sinni “Jón Skálholtsrektor” sem gefin var út af Menningarsjóði 1959, segir Gunnar M. Magnúss:
“Jón Þorkelsson skrifaði í mörgum tilfellum nafn sitt á latínu. Undir fjölmörgum bréfum, skýrslum, ritgerðum og vottorðum stendur Johannes Thorkillius.
Það kom einnig fyrir að hann kenndi sig við landið og skrifaði Snælandus, eða þá átthaga sína og kallaði sig Chrysorinus, þ.e. úr Gullbringusýslu. En í bréfum og skjölum frá öðrum er hann tíðum skrifaður Jón Thorkelson eða jafnvel Thorkelsen.
En nú var sjóðurinn kenndur við hið latneska nafn Jóns og nefndur Thorkilliisjóður.”
(Gunnar M. Magnúss, 113-114)
Þetta gerðu flestir Íslendingar sem gegndu opinberum störfum í danska konungsveldinu en hefðu sennilega ekki gert ef þeir hefðu verið opinberir starfsmenn hjá sjálfstæðri íslenskri þjóð.
Hluti gjafasjóðsins var varðveittur í Danmörku og þó Jón hefði gefið sjóðnum íslenskt nafn, er öruggt að danskir umsjónarmenn sjóðsins hefðu fundið honum nafn sem félli að danskri tungu. Þetta skiljum við Íslendingar sem snörum öllum erlendum heitum yfir á íslensku.
Jón Þorkelsson var skólamaður og einn af málsvörum þjóðar okkar, og er vel að minnisvörðum í Innri – Njarðvík kominn. Sjálfsagt er að reisa honum nýjan minnisvarða en nefnum skólann eftir örnefnum í Innri – Njarðvík t.d. Tjarnaskóli í Tjarnahverfi eða eftir Jóni sjálfum og köllum hann þá: “Skóli Jóns Þorkelssonar”.
Börn eru stolt af skólunum sínum og þau munu nefna hann sínu rétta nafni ef vel tekst til með val á nafni og þau munu vilja geta skrifað nafn skólans skammlaust. En hvernig eiga börn að geta stafsett svona framandi nafn þegar fullorðnir geta ekki verið vissir?
Ég leyfi mér því vinsamlegast að óska eftir því að bæjarstjórn Reykjanesbæjar endurskoði áform um að nefna barnaskólann í Innri – Njarðvík latnesku heiti. Ég trúi því að ég eigi marga skoðunarbræður og að þessi hugmynd að nafni sé lítt ígrunduð.
Bestu kveðjur,
Kristinn Hilmarsson
Barnaskóli á Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd var nefndur Thorkilliiskóli. Það vita fáir, enda er ekkert sem bendir til að nafngiftin hafi gefist vel. Ef vel er rýnt í kort af Reykjanesbæ sést að í Innri – Njarðvík er gata nefnd Thorkelligata og við þessa götu er minnismerki um Jón Þorkelsson.
Jón var fæddur í Innri - Njarðvík og var einkabarn Þorkels Jónssonar og Ljótunnar Sigurðardóttur. Foreldrar hans efnuðust vel og Jón sem aldrei giftist fór vel með arfinn og bætti við hann af launum sem hann aflaði með ævistarfi sínu. Skömmu áður en hann dó, 5. maí 1759, gaf hann allar eigur sínar til stofnunar heimavistarskóla til menntunar og uppeldis fátækustu börnum í Kjalarnesþingi.
Jón átti til að skrifa nafnið sitt og eftirnafn með ýmsum hætti. Í bók sinni “Jón Skálholtsrektor” sem gefin var út af Menningarsjóði 1959, segir Gunnar M. Magnúss:
“Jón Þorkelsson skrifaði í mörgum tilfellum nafn sitt á latínu. Undir fjölmörgum bréfum, skýrslum, ritgerðum og vottorðum stendur Johannes Thorkillius.
Það kom einnig fyrir að hann kenndi sig við landið og skrifaði Snælandus, eða þá átthaga sína og kallaði sig Chrysorinus, þ.e. úr Gullbringusýslu. En í bréfum og skjölum frá öðrum er hann tíðum skrifaður Jón Thorkelson eða jafnvel Thorkelsen.
En nú var sjóðurinn kenndur við hið latneska nafn Jóns og nefndur Thorkilliisjóður.”
(Gunnar M. Magnúss, 113-114)
Þetta gerðu flestir Íslendingar sem gegndu opinberum störfum í danska konungsveldinu en hefðu sennilega ekki gert ef þeir hefðu verið opinberir starfsmenn hjá sjálfstæðri íslenskri þjóð.
Hluti gjafasjóðsins var varðveittur í Danmörku og þó Jón hefði gefið sjóðnum íslenskt nafn, er öruggt að danskir umsjónarmenn sjóðsins hefðu fundið honum nafn sem félli að danskri tungu. Þetta skiljum við Íslendingar sem snörum öllum erlendum heitum yfir á íslensku.
Jón Þorkelsson var skólamaður og einn af málsvörum þjóðar okkar, og er vel að minnisvörðum í Innri – Njarðvík kominn. Sjálfsagt er að reisa honum nýjan minnisvarða en nefnum skólann eftir örnefnum í Innri – Njarðvík t.d. Tjarnaskóli í Tjarnahverfi eða eftir Jóni sjálfum og köllum hann þá: “Skóli Jóns Þorkelssonar”.
Börn eru stolt af skólunum sínum og þau munu nefna hann sínu rétta nafni ef vel tekst til með val á nafni og þau munu vilja geta skrifað nafn skólans skammlaust. En hvernig eiga börn að geta stafsett svona framandi nafn þegar fullorðnir geta ekki verið vissir?
Ég leyfi mér því vinsamlegast að óska eftir því að bæjarstjórn Reykjanesbæjar endurskoði áform um að nefna barnaskólann í Innri – Njarðvík latnesku heiti. Ég trúi því að ég eigi marga skoðunarbræður og að þessi hugmynd að nafni sé lítt ígrunduð.
Bestu kveðjur,
Kristinn Hilmarsson