Aðsent

Langbest undir eitt þak
Langbest á Ásbrú.
Miðvikudagur 10. september 2014 kl. 09:40

Langbest undir eitt þak

– Langbest lokar við Hafnargötu. Öll starfsemin nú á Ásbrú.

Veitingastaðurinn Langbest á Hafnargötu hefur verið starfræktur í tæp 30 ár. Þrír eigendur hafa komið að rekstri á þessu tímabili og ávallt gengið vel. Árið 2000 tók staðurinn miklum breytingum eftir stórbruna sem varð þann 17. júní það ár. Allt húsnæðið var endurnýjað og öll afkastageta aukin til muna. Viðskiptavinum fjölgaði töluvert og staðurinn náði að festa sig í sessi hjá íbúum Reykjanesbæjar.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að árið 2008 opnaði nýr og stærri veitingastaður Langbest á Ásbrú. Öll aðstaða þar var til fyrirmyndar og staðurinn gat þjónað mun fleiri viðskiptavinum en á Hafnargötu. Báðir staðir Langbest hafa verið opnir frá árinu 2008 en langflestir viðskiptavina sækja staðinn á Ásbrú.
 
Því tilkynnist það hér með að Langbest hefur flutt starfsemi sína frá Hafnargötu og sameinað allan rekstur undir einu þaki á Langbest Ásbrú.

Eigendur og starfsfólk Langbest eru þakklát öllum þeim tryggu viðskiptavinum sem sóttu staðinn okkar á Hafnargötu síðastliðin 17 ár. Hlökkum til að taka vel á móti ykkur á Ásbrú, segir í tilkynningunni.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024