Langar þig að vera með í frábærum félagsskap?
Kvennakór Suðurnesja er félagsskapur rúmlega 30 kvenna sem eiga það sameiginlegt að hafa gaman af því að syngja. Konurnar hittast á æfingum tvisvar í viku, á mánudags- og miðvikudagskvöldum kl. 19:30-21:30, í safnaðarheimilinu í Innri Njarðvík.
Á ári hverju kemur kórinn fram við hin ýmsu tilefni en auk þess leggja kórkonur leið sína í æfingabúðir í Skálholti á hverju ári og eyða einni helgi saman á Sólheimum í Grímsnesi. Kórinn ferðast einnig út fyrir landsteinana. Um miðjan október héldu konurnar ásamt mökum til Ítalíu þar sem kórinn tók þátt í alþjóðlegu kóramóti ásamt 36 öðrum kórum. Þær stóðu sig með sóma og lentu í gullflokki á mótinu. Á næsta ári höldum við uppá 40 ára afmæli kórsins og verður því mikið um að vera hjá kórkonum.
Ef þú hefur áhuga á því að vera með okkur er næsta æfing máudaginn 5. nóvember kl. 19:30 í safnaðarheimilinu í Innri Njarðvik. Hlökkum til að sjá þig.
F.h. Kvennakórs Suðurnesja
Helga Jakobsdóttir formaður
sími 862-9519