Landssöfnun Lions næstu helgi
Lionsklúbbar á Íslandi safna fyrir lækningatækjum fyrir sykursjúka, sjónskerta og blinda. Helgina 5. -7. apríl munu Lionsfélagar um land allt selja Rauða fjöður til þess að safna fyrir tækjabúnaði fyrir sykursjúka sjónskerta og blinda, markmiðið er að safna að lágmarki fyrir tveimur augnbotnamyndavélum sem staðsettar verða á innkirtladeild Landspítalans og á þjónustu og þekkingarmiðstöð blindrafélagsins.
Lionsfélagar verða á fjölförnum stöðum í öllum stærstu sveitarfélögum landsins, t.d. verslanamiðstöðum, verslunum og víðar. Landsmenn eru hvattir til þess að taka Lionsfélögum vel og styrkja átakið.
Þeir sem vilja leggja málinu lið með öðrum hætti er bent á heimasíðuna Lions.is og söfnunarsímanúmerin 908 1101 fyrir 1.000 kr. 908 1103 fyrir 3.000 kr. 908 1105 fyrir 5.000 kr.