Landsmálin eru málin
Kristín G. Gestsdóttir skrifar um málin á landsbyggðinni.
Hver eru mál málanna á landsbyggðinni? Ég hef verið að velta þessu fyrir mér nú undanfarið þar sem ég er nú í fyrsta skipta að skipta mér beint af landsmálapólitík. Andrúmloftið er allt annað en í sveitarstjórnarmálunum þar sem ég hef verið með annan fótin undanfarin 16 ár.
Á þeim árum sem ég hef staðið í þessu hafa sveitarfélögin gengið í gegnum, sameiningar, tekið yfir tónlistarskólana og grunnskólana, sum hver gert rekstrarsamninga um rekstur heilbrigðisstofnana og málefni fatlaðra og staðið sig mjög vel. Með þessu hafa fylgt ákveðnir tekjustofnar frá ríkinu. Allt er þetta af hinu góða því að sveitarfélög hafa alla burði til að standa í þessum rekstri og í sumum tilfellum gert það mun betur en ríkið á sínum tíma. Stjórnun stofnana eflir sveitarfélögin og gerir þau hæfari í starfi sínu sem þjónustuaðilar við íbúa sína.
Vandinn sem sveitarfélögin standa frammi fyrir núna er sá að tekjustofnar frá ríki eru ekki nægjanlegir eftir að yfirtaka verkefna er orðin þessi sem hún er í dag. Og nú er svo komið að flest sveitarfélögin í landinu eyða um 90% af sínum tekjum í rekstur. Eins og á góðum heimilum þá er dregið saman sem kemur niður á þjónustu við íbúa.
Auknir tekjustofnar sveitarfélaga er það sem þarf til að byggð í landinu geti blómstrað, byggðastefna ríkistjórnarinnar er engin, fyrir utan stóriðjuframkvæmdir. Í þau 16 ár sem ég hef verið í sveitarstjórnarmálum hefur söngurinn verið sá sami auknir tekjustofnar til handa sveitarfélögum. Hverjir hafa verið við stjórn í 16 ár?
Almennings samgöngum hefur hrakað á þessum 16 árum. Flug er sjaldnar, rútuferðir eru færri. Vegir eru ekki í lagi. Strandsiglingar eru engar. Verslanir eru færri, sérfræðingsþjónusta einkavædd, læknum hefur fækkað. Fiskiðnaður hefur dregist á færri hendur, landbúnaður einnig.
Þetta er orðin píslarganga en það er svo ótalmargt sem þarf að gera og bæta í framtíðinni. Það er engin ástæða til þess að Sitja heima og vola, ég sé tækifæri til að bretta upp ermar og fara að taka til. Eiginlega get ég lofað ykkur því að það tekur meira en fjögur ár, jafnvel lengur. Framboð hugsa fjögur ár fram í tímann. Við í Vinstri grænum viljum hugsa lengra. Framtíð landsbyggðarinnar er í húfi.
Landsbyggðin sem hefur sýnt á undanförnum árum að hún er í örri þróun og hefur verið framarlega í þeirri hugsun að skapa störf, efla frumkvöðla, efla menntun og setja á stofn miðstöðvar til að vernda náttúruna, þjóðgarða, varðveita menningu okkar lands með uppbyggingu safna og draga að og þjónustu þá.
Veit ég vel að ég tala bara um landsbyggðina, en á þessu brölti mínu í sveitarstjórnarpólitíkinni er þetta það sem liggur mér á hjarta, því við þurfum að standa vörð um landsbyggðina.
Kristín G Gestsdóttir skipar 7. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Hver eru mál málanna á landsbyggðinni? Ég hef verið að velta þessu fyrir mér nú undanfarið þar sem ég er nú í fyrsta skipta að skipta mér beint af landsmálapólitík. Andrúmloftið er allt annað en í sveitarstjórnarmálunum þar sem ég hef verið með annan fótin undanfarin 16 ár.
Á þeim árum sem ég hef staðið í þessu hafa sveitarfélögin gengið í gegnum, sameiningar, tekið yfir tónlistarskólana og grunnskólana, sum hver gert rekstrarsamninga um rekstur heilbrigðisstofnana og málefni fatlaðra og staðið sig mjög vel. Með þessu hafa fylgt ákveðnir tekjustofnar frá ríkinu. Allt er þetta af hinu góða því að sveitarfélög hafa alla burði til að standa í þessum rekstri og í sumum tilfellum gert það mun betur en ríkið á sínum tíma. Stjórnun stofnana eflir sveitarfélögin og gerir þau hæfari í starfi sínu sem þjónustuaðilar við íbúa sína.
Vandinn sem sveitarfélögin standa frammi fyrir núna er sá að tekjustofnar frá ríki eru ekki nægjanlegir eftir að yfirtaka verkefna er orðin þessi sem hún er í dag. Og nú er svo komið að flest sveitarfélögin í landinu eyða um 90% af sínum tekjum í rekstur. Eins og á góðum heimilum þá er dregið saman sem kemur niður á þjónustu við íbúa.
Auknir tekjustofnar sveitarfélaga er það sem þarf til að byggð í landinu geti blómstrað, byggðastefna ríkistjórnarinnar er engin, fyrir utan stóriðjuframkvæmdir. Í þau 16 ár sem ég hef verið í sveitarstjórnarmálum hefur söngurinn verið sá sami auknir tekjustofnar til handa sveitarfélögum. Hverjir hafa verið við stjórn í 16 ár?
Almennings samgöngum hefur hrakað á þessum 16 árum. Flug er sjaldnar, rútuferðir eru færri. Vegir eru ekki í lagi. Strandsiglingar eru engar. Verslanir eru færri, sérfræðingsþjónusta einkavædd, læknum hefur fækkað. Fiskiðnaður hefur dregist á færri hendur, landbúnaður einnig.
Þetta er orðin píslarganga en það er svo ótalmargt sem þarf að gera og bæta í framtíðinni. Það er engin ástæða til þess að Sitja heima og vola, ég sé tækifæri til að bretta upp ermar og fara að taka til. Eiginlega get ég lofað ykkur því að það tekur meira en fjögur ár, jafnvel lengur. Framboð hugsa fjögur ár fram í tímann. Við í Vinstri grænum viljum hugsa lengra. Framtíð landsbyggðarinnar er í húfi.
Landsbyggðin sem hefur sýnt á undanförnum árum að hún er í örri þróun og hefur verið framarlega í þeirri hugsun að skapa störf, efla frumkvöðla, efla menntun og setja á stofn miðstöðvar til að vernda náttúruna, þjóðgarða, varðveita menningu okkar lands með uppbyggingu safna og draga að og þjónustu þá.
Veit ég vel að ég tala bara um landsbyggðina, en á þessu brölti mínu í sveitarstjórnarpólitíkinni er þetta það sem liggur mér á hjarta, því við þurfum að standa vörð um landsbyggðina.
Kristín G Gestsdóttir skipar 7. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.