Landsbjörg og Blindrafélagið gefa hlífðargleraugu
Því miður sýnir reynslan okkur að um hver áramót verða slys í tengslum við flugeldavörur. Algengast er að einstaklingar slasist á höndum, andliti og augum og má rekja flest þessara slysa til þess að hvorki er farið eftir grundvallarreglum um notkun flugelda né leiðbeiningum sem eru á vörunum.
Flugeldagleraugu geta komið í veg fyrir að viðkomandi skaðist á auga og ættu allir að nota þau sama hvort viðkomandi er að skjóta upp eða eingöngu að horfa á.
Fikt með flugeldavörur er alltof algengt hjá krökkum og þá sérstaklega strákum. Þeir taka flugelda í sundur, safna púðrinu saman og búa til sínar sprengjur eða taka kökur í sundur og sprengja hvern hólk fyrir sig. Þessi leikur er stórhættulegur og foreldrar verða að vera vakandi og meðvitaðir um það sem börn þeirra eru að fást við þessa daga.
Undanfarin fimm ár hafa Blindrafélagið og Slysavarnafélagið Landsbjörg unnið saman að forvörnum til að fyrirbyggja augnslys af völdum flugelda. Nú senda félögin öllum 10 til 15 ára börnum gjafabréf fyrir flugeldagleraugum í samstarfi við Íslandspóst, Sjóvá og Prentsmiðjuna Odda. Með stuðningi þessara fyrirtækja hefur 27.309 börnum verið send gjafabréf fyrir flugeldagleraugum og er það von okkar að þau verði til þess að ekkert þeirra slasist á augum um áramótin.
Þessum gjafabréfum má framvísa á öllum sölustöðum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar til að fá gleraugun afhent.
Flugeldagleraugu geta komið í veg fyrir að viðkomandi skaðist á auga og ættu allir að nota þau sama hvort viðkomandi er að skjóta upp eða eingöngu að horfa á.
Fikt með flugeldavörur er alltof algengt hjá krökkum og þá sérstaklega strákum. Þeir taka flugelda í sundur, safna púðrinu saman og búa til sínar sprengjur eða taka kökur í sundur og sprengja hvern hólk fyrir sig. Þessi leikur er stórhættulegur og foreldrar verða að vera vakandi og meðvitaðir um það sem börn þeirra eru að fást við þessa daga.
Undanfarin fimm ár hafa Blindrafélagið og Slysavarnafélagið Landsbjörg unnið saman að forvörnum til að fyrirbyggja augnslys af völdum flugelda. Nú senda félögin öllum 10 til 15 ára börnum gjafabréf fyrir flugeldagleraugum í samstarfi við Íslandspóst, Sjóvá og Prentsmiðjuna Odda. Með stuðningi þessara fyrirtækja hefur 27.309 börnum verið send gjafabréf fyrir flugeldagleraugum og er það von okkar að þau verði til þess að ekkert þeirra slasist á augum um áramótin.
Þessum gjafabréfum má framvísa á öllum sölustöðum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar til að fá gleraugun afhent.