Landhreinsun
Landhreinsun af brotajárni átti sér stað um daginn er tvö verktakafyrirtæki losuðu sig við óhemju mikið af úr sér gengnum tækjum og tólum af svæðum sínum hérna í Reykjanesbæ. Það er mikið ánægjuefni þegar svo mikið drasl fer í endurvinnslu svo ekki sé talað um hversu skemmtilegra er um að litast hjá viðkomandi fyrirtækjum. Einn böggull fylgir þó þessu skammrifi, það voru ekki íslensk fyrirtæki sem sérhæfa sig í endurvinnslu á brotamálmi og sem hafa sérstök leyfi til þess sem högnuðust á útflutningum heldur erlendir kaupahéðnar sem komu hingað eingöngu í þeim tilgangi að nálgast þetta brotajárn. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum undirritaðs verður hugsanlega framhald á þessum viðskiptum í framtíðinni. Eitt er víst að af nógu er að taka en við ættum að leyfa íslenskum sérhæfðum fyrirtækjum að annast þetta og styðja þannig við íslenskt efnahagslíf.
Myndin sýnir skipið sigla frá Reykjanesbæ fulllestað.
Kveðja
Tómas J. Knútsson
Myndin sýnir skipið sigla frá Reykjanesbæ fulllestað.
Kveðja
Tómas J. Knútsson