Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Föstudagur 29. júní 2001 kl. 10:24

Landgræðsla á Romshvalanesi

Ég get ekki orða bundist, þegar ég heyri talað um að græða Suðurnes, planta trjá og fegra umhverfið. Ég hef margoft verið spurður um það af fólki sem kemur til mín utan af landi „Hvort þannan skaga byggi eintómt fólk sem hafi ekkert vit á gróðri og uppgræðslu lands.“Það er erfitt fyrir mig að svara þessu. Ég er búinn að búa hér í Garði í fimmtíu ár og er nokkuð kunnugur hér um slóðir. Það er núna á seinni árum sem eitthvað virðist vera að vakna þá er fengin landgræsluflugvél til að fljúga hér yfir heiðina og reyfa fræi og áburði, hún flaug sama strikið ár eftir ár, það gréru upp mjóar spildur þar sem hún bar á og sáði, í þetta fóru níst miklir peningar. Engum datt í hug að láta dráttarvél með áburðardreyfara fara og dreyfa áburði hér á heiðina, hún er allsstaðar fær vél með drifi á öllum hjólum og er borið væri jafnt á þann gróður sem er í heiðinni myndi hann taka við sér á einu sumri. Ég hef farið nokkuð víða um landið en ég minnist ekki hafa nokkursstaðar séð sóðalegri umgang eftir malar- og efnistöku en er að sjá ofan vegar milli Garðs og Sandgerðis. Væru þeir haugar sléttaðir og síðan sáð í flagið yrði fljótt mikil breyting á þeirri sjón sem blasir við þegar keyrt er hér milli staðanna.
Ég vonast til að augu manna opnist fyrir þessum ósóma því hann er mjög mikill, þarna liggja ónýtar vinnuvélar, vörubílshræ og einnig mikið af allskonar drasli. Þetta stingur í augu og er lýsandi dæmi um sóðaskap og illa umgengni um landið.

Ármann Eydal
Vegamótum, Garði
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024