Landgangi hent tvívegis í höfnina í Garði
Hvalaskoðunarfyrirtækið Moby Dick hefur undaðfarið verið með landgang á höfninni í Garði vegna hvalaskoðunarferða sem hún hefur verið að bjóða uppá þaðan. Eitthvað hefur þessi viðleitni hennar í ferðatengdri þjónustu farið fyrir brjóstið á einhverjum í Garði sem hafa í tvígang hent landganginum hennar í höfnina.
Það er ekki mörg ár síðan að mörg tonn af rusli voru fjarlægð úr höfninni og viðleitni gerð til að endurvekja lífríkið og þá náttúruperlu sem þessi höfn getur verið. Það er því einlæg ósk undirritaðs að Garðbúar taki sig á í þessum efnum og reyni að koma í veg fyrir svona leiðindi.
Það er bannað að henda rusli í sjóinn, ekki bara þarna heldur alls staðar.
Kær kveðja,
Tómas J. Knútsson.
Það er ekki mörg ár síðan að mörg tonn af rusli voru fjarlægð úr höfninni og viðleitni gerð til að endurvekja lífríkið og þá náttúruperlu sem þessi höfn getur verið. Það er því einlæg ósk undirritaðs að Garðbúar taki sig á í þessum efnum og reyni að koma í veg fyrir svona leiðindi.
Það er bannað að henda rusli í sjóinn, ekki bara þarna heldur alls staðar.
Kær kveðja,
Tómas J. Knútsson.