Landamæraeftirlit brást ekki
Í fréttatíma Rásar 1 í gærkvöldi, þann 2. febrúar, var sagt að “mistök hafi átt sér stað við landamæraeftirlit þegar maður í farbanni komst úr landi”. Hið rétta er að af tæknilegum ástæðum brást eftirlit með því að maður í farbanni kæmist ekki úr landi. Málsatvik eru með þeim hætti að maðurinn sem sætti farbanni fór með flugi frá Keflavíkurflugvelli til Parísar þann 15. janúar sl. Þar sem hann ferðaðist innan Schengen svæðisins sætti hann ekki landamæraeftirliti og því ekki rétt að tala um að landamæraeftirlit hafi brugðist.
Þessari leiðréttingu er hér með komið á framfæri.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri
Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn