Lagasetningar auka oft útgjöld sveitafélaga
Alþingi hefur sent sveitastjórnum drög að frumvarpi til laga um verndun hafs og stranda. Bæjarstjórn Grindavíkur gerir ekki athugasemdir við efnisatriði frumvarpsins, en frumvarpið snertir hinsvegar sveitarfélögin í landinu, sem eigendur og rekstraraðila hafna. Með tilvísun til þess gerir bæjarstjórn athugasemdir við það að ekki
skuli reiknað út hvaða útgjöld frumvarpið hefur í för með sér fyrir
sveitarfélögin í landinu.
Svipuð staða kom upp á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar fyrir stuttu þegar verið var að ræða frumvarp til nýrra áfengislaga. Ljóst er að sveitafélögin vilja að Alþingi og ríkisstjórn geri grein fyrir kostnaði sem fellur á sveitafélög við nýjar lagasetningar frá Alþingi, oft virðist sem það „gleymist" að reikna aukinn kostnað sveitafélaganna út og gera grein fyrir því hvar þau eigi að sækja aukið fjármagn til að geta farið að lögum.
skuli reiknað út hvaða útgjöld frumvarpið hefur í för með sér fyrir
sveitarfélögin í landinu.
Svipuð staða kom upp á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar fyrir stuttu þegar verið var að ræða frumvarp til nýrra áfengislaga. Ljóst er að sveitafélögin vilja að Alþingi og ríkisstjórn geri grein fyrir kostnaði sem fellur á sveitafélög við nýjar lagasetningar frá Alþingi, oft virðist sem það „gleymist" að reikna aukinn kostnað sveitafélaganna út og gera grein fyrir því hvar þau eigi að sækja aukið fjármagn til að geta farið að lögum.